fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

„The Sussexes og The Cambridges“ – Hvað er að gerast hjá bresku konungsfjölskyldunni?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 07:00

Bræðurnir og eiginkonur þeirra þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Harry prins og Meghan Markle gengu í hjónaband á síðasta ári voru breskir fjölmiðlar hæstánægðir. Hún var fallega bandaríska prinsessan sem gat komið með nýja og ferska vinda inn í bresku konungsfjölskylduna. Vinsældir hennar meðal þegnanna voru miklar og allt virtist í himanlagi.

En á síðustu mánuðum hefur staðan breyst innan konungsfjölskyldunnar og nær daglega flytja breskir fjölmiðlar fréttir af meintu ósætti Harry og Meghan við William og Kate en William er bróðir Harry og gengur næstur Karli föður þeirra að ríkiserfðum. Kate er eiginkona William.

Samkvæmt nýjum skoðanakönnunum eru vinsældir Meghan miklu minni en vinsældir Elísabetar drottningar, Harry og William. Vinsældir hennar eru á við vinsældir tengdaföður hennar. Meghan hefur fengið viðurnefnið „Duchess Difficult“ (erfiða hertogaynjan). En ekki nóg með það því samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla eru komnir miklir brestir í samband bræðranna Harry og William en þeir hafa alla tíð þótt mjög nánir.

Vilhjálmur, Kate, Meghan og Harry.

Harry og Meghan, sem eru hertogahjónin af Sussex, hafa slitið sig frá hertoganum og hertogaynjunni af Cambridge (það eru William og Kate). Af þeim sökum er nú talað um „The Sussexes“ og „The Cambridges.“

Áhugi Breta á konungsfjölskyldunni er mikill og nær allir ef ekki allir fjölmiðlar fjalla nær daglega um hana. Það eru sem sagt ekki bara götublöð á borð við Daily Mail og The Sun sem það gera, virðulegir miðlar á borð við BBC og The Times gera það einnig.

Miklar breytingar

Harry og William bjuggu áður báðir í Kensington höll í vesturhluta Lundúna en þar eru margar íbúðir fyrir konungborna. Þeir voru með sameiginlegt starfslið og stóðu saman að starfi Royal Foundation góðgerðarsamtakanna sem hafa úr milljónum punda að spila. Samtökin berjast meðal annars gegn fordómum í garð geðsjúkra, aðstoða fátæka í Bretlandi og reyna að bjarga dýrum í útrýmingarhættu. Nú hefur Harry dregið sig út úr starfi samtakanna ásamt Meghan og hafa þau stofnað eigin góðgerðarsamtök.

Harry og Meghan.

Þau eru einnig komin með eigin hirð og eru flutt úr Kensington höll til Fromore Cottage nærri Windsor kastalanum. Þau hafa ráðið fyrrum ráðgjafa Hillary Clinton sem almannatengslafulltrúa sinn. Endurbætur voru gerðar á Fromoro Cottage fyrir sem nemur hundruðum milljóna íslenskra króna áður en hjónin gátu flutt þar inn. Allt var þetta greitt með skattfé almennings.

Samkvæmt umfjöllun breskra fjölmiðla hefur gjáin á milli The Sussexes og The Cambridges farið stækkandi opinberlega og einnig er því haldið fram að hjónin deili sín á milli. William er sagður hafa ráðið Harry frá því að kvænast Meghan. Að Meghan sé stjórnsöm og hegðun hennar fyrir brúðkaupið hafi orðið til þess að Kate hafi brotnað saman og grátið. Talsmenn hirðarinnar hafa ekki tjáð sig einu orði um allan þennan fréttaflutning og reglulega er séð til þess að The Sussexes og The Cambridges sjáist saman og séu mynduð saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Í gær

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni

Lögð í einelti í menntaskóla – Nú vilja gerendurnir ólmir vinna hjá henni
Pressan
Í gær

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“

Megrunarlyf á að stöðva dauðaferli heilafruma – „Þetta lofar góðu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 3 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn