fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Tíu ár síðan konungur poppsins lést – Nýjar upplýsingar um andlátið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 07:50

Michael Jackson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi fimmtudagsins 25. júní 2009 fór að spyrjast út víða um heim að Michael Jackson, sem var nefndur konungur poppsins, væri látinn. Það var fréttavefurinn TMZ sem skýrði fyrst frá því að goðið hefði verið flutt á sjúkrahús. Klukkan 21.36 að íslenskum tíma var Jackson úrskurðaður látinn. Algjört öngþveiti varð fyrir framan UCLA Medical Center í Los Angeles en þangað hafði hann verið fluttur. Mörg hundruð aðdáendur hans höfðu safnast þar fyrir framan og þyrlur fréttastofa sveimuðu yfir sjúkrahúsinu.

Í nýrri heimildamynd, Killing Michael Jackson, koma fram nýjar upplýsingar um dauða hans. Fram kemur að réttarmeinafræðingar hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi látist úr bráðri eitrun en læknir hans, Conrad Murray, játaði síðar að hafa séð honum fyrir propofol vegna svefnvandamála Jackson.

Ein flaska af propofol fannst undir borði í svefnherbergi Jackson. Orlando Martinez, læknir lögreglunnar, fann hana og spurði Murray út í hana. Svar hans varð til þess að grunur féll á Murray og að hann segði ekki sannleikann.

Í heimildamyndinni segja þrír lögreglumenn frá rannsókninni og skýra frá mörgum áður óþekktum upplýsingum um síðustu stundir Jackson og andlát hans. Meðal annars kemur fram að Murray hafi reynt að leyna dánarorsök Jackson og villa um fyrir lögreglunni. Hann hafi beitt ýmsum aðferðum til þess.

Murray var síðar fundinn sekur um manndráp af gáleysi og dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?