fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Pressan

Læknar á sólarhringsvakt hjá Rolling Stones á tónleikaferð ellismellanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. júní 2019 22:30

Stones á sviði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska rokkgoðsögnin, Mick Jagger, reynir allt til að forðast að deyja á sviðinu. Þess vegna eru hjartastuðtæki og sérþjálfaðir hjartalæknar með í för á tónleikaferð hans og hljómsveitar hans, Rolling Stones, á tónleikaferð þeirra um Bandaríkin.

Þegar hann er á sviði er hann með elektróður, sem tengdar eru við hjartalínurit, límdar á brjóstkassann. Ef upp koma vandamál á meðan Jagger og félagar flytja „Satisfaction“, „Honky Tonk Women“ eða einhvern annan slagara, geta læknarnir gripið inn í áður en Jagger hnígur niður á sviðinu.

Ástæðan fyrir þessum varúðarráðstöfunum er sú að Jagger gekkst undir flókna hjartaaðgerð, fyrir rúmlega þremur mánuðum síðan. Vegna aðgerðarinnar neyddist hljómsveitin til að fresta tónleikaferð sinni um Bandaríkin, en hún átti að hefjast í apríl.

Eftir hvíld og stífa endurhæfingu er Mick Jagger, ásamt félögum sínum í Rolling Stones, tilbúinn í tónleikferðina, sem hófst í Chicago síðastliðinn föstudag. Þrátt fyrir að Mick Jagger segist sjálfur vera í feikna formi, þá er það greinilegt að hann, félagar hans í Rolling Stones og tryggingafélag sveitarinnar taka enga áhættu.

Læknarnir vinna á átta tíma vöktum og á meðan á tónleikum stendur mun hjartastuðtækið vera baksviðs, í fárra metra fjarlægð frá hinum orkumikla söngvara. Einnig mun stuðtækið alltaf vera nálægt á þeim hótelum sem Mick Jagger dvelst á og þegar hann er á ferðinni, hvort sem það er í bíl eða flugvél. Auk þess er búið að skipuleggja leiðina á næsta sjúkrahús frá öllum dvalarstöðum Jaggers á meðan á tónleikaferðalaginu stendur.

Í fréttatilkynningu sem Mick Jagger sendi frá sér þakkar hann aðdáendum sveitarinnar fyrir þolinmæðina og hrósar læknum og hjúkrunarfólki fyrir frábær störf.

Hljómsveitin Rolling Stones var stofnuð í London árið 1962 og hefur sveitin selt um 250 milljónir platna. Meðal vinsælla laga þeirra má nefna, Start Me Up, (I Can‘t Get No) Satisfaction, Paint It Black, Miss You og Sympathy For The Devil.

Síðan hljómsveitin var stofnuð  hafa farið ótrúlegar sögur af henni og hafa meðlimir hennar upplifað margt. Árið 1969 drukknaði trommuleikari sveitarinnar, Brian Jones, í sinni eigin sundlaug. Á því sama ári var aðdáandi hljómsveitarinnar drepinn fyrir framan sviðið á tónleikum í Kaliforníu. Árið 1977 var Keith Richards handtekinn í Kanada, fyrir vörslu heróíns og árið 2014 framdi þáverandi kærasta Mic Jagger, L‘Wren Scott, sjálfsmorð í íbúð þeirra í New York.

En þrátt fyrir allt þetta hafa Rolling Stones aðeins tvisvar sinnum áður þurft að fresta tónleikaferð, það var árið 1998 þegar gítarleikari sveitarinnar Keith Richard datt niður úr stiga og árið 2006 þegar hinn sami gítareikari datt niður úr bananatré og höfuðkúpubrotnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrk framtíðarsýn forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna: „Það eru ekki ýkjur að segja að konur muni deyja“

Myrk framtíðarsýn forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna: „Það eru ekki ýkjur að segja að konur muni deyja“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugvallarstarfsmenn trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu vegabréfið hans

Flugvallarstarfsmenn trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu vegabréfið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn ætlaði að jarða nýfædda dóttur sína – Fann svolítið óhugnalegt á grafreitnum

Maðurinn ætlaði að jarða nýfædda dóttur sína – Fann svolítið óhugnalegt á grafreitnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi