fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Pressan

Minnast sonar síns í átakanlegu myndbandi: Sorglegt fráfall þriggja ára sonar Granger Smith

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 20. júní 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska kántrýstjarnan Granger Smith og kona hans, Amber Bartlett, minnast sonar síns, River, í átakanlegu myndbandi sem þau birtu á dögunum. River lést af slysförum í maímánuði en hann drukknaði í tjörn við heimili fjölskyldunnar í Texas. River var þriggja ára.

Í myndbandinu stíga Granger og Amber fram og þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem þau hafa fundið fyrir undanfarnar vikur. Í myndbandinu, sem ber yfirskriftina Finding Light in Our Darkest Time, birta þau myndir af River, allt frá því hann var smásnáði á fæðingardeildinni.

Í myndbandinu segir Smith að dóttir hans, London, hafi spurt hann hversu langan tíma bróðir hennar hafi fengið á jörðinni. Þegar hann hafi lagt dæmið saman hafi hann komist að því að hann hafi lifað í rétt rúmlega þúsund daga. Ljóst sé að River hafi notið hvers einasta dags sem hann fékk.

Smith segir í myndbandinu að fjölskyldan þurfi ekki á vorkunn að halda þó hún eigi um sárt að binda. „Hann hafði áhrif á líf margra og það er mikilvægt að ráfa ekki um í myrkrinu að eilífu. Við áttum ótrúlegan dreng í þrjú ár og fyrir það erum við þakklát.“

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Myrk framtíðarsýn forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna: „Það eru ekki ýkjur að segja að konur muni deyja“

Myrk framtíðarsýn forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna: „Það eru ekki ýkjur að segja að konur muni deyja“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi

Sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar – Mengun veldur minnistapi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flugvallarstarfsmenn trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu vegabréfið hans

Flugvallarstarfsmenn trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu vegabréfið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum

Mörg hundruð sviptir ökuréttindum eftir að hafa verið ölvaðir á rafmagnshlaupahjólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn ætlaði að jarða nýfædda dóttur sína – Fann svolítið óhugnalegt á grafreitnum

Maðurinn ætlaði að jarða nýfædda dóttur sína – Fann svolítið óhugnalegt á grafreitnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi

Dómari skaut sig fyrir framan fullsetinn réttarsal til að mótmæla pólitískum þrýstingi