fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Leita logandi ljósi að 5.000 landamæravörðum ESB – Hvar eru þeir?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. júní 2019 17:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2015 hefur Evrópusambandið (ESB) reynt að finna sameiginlega lausn á flóttmanna- og innflytjendavandanum. Meðal þeirra ráða sem gripið var til var að fjölga landamæravörðum aðildarríkjanna og eiga þeir nú að vera 115.000. En það skortir töluvert upp á að þeim fjölda hafi verið náð þrátt fyrir að aðildarríkin segi að svo sé.  Þetta kom nýlega í ljós í svokölluðu álagsprófi sem Frontex, sú stofnun ESB sem fer með mál er varða gæslu á landamærum og við strendur ESB, gerði.

Samkvæmt frétt þýska blaðsins Welt am Sonntag var ætlunin að ríki ESB ættu nú að vera komin með 115.000 landamæraverði sem eiga að sinna eftirliti á ytri landamærum sambandsins næstu árin en 2027 ætlar Frontex að vera með 10.000 landamæraverði á sinni könnu. Blaðið segir að samkvæmt því sem álagsprófið sýndi þá vanti 5.000 landamæraverði upp á þá 115.000 sem nú eiga að vera komnir til starfa. Þetta kom Fabricie Leggeri, forstjóra Frontex, á óvart.

„Við vitum að ríkin hafa á pappírunum skráð 115.000 landamæraverði. En það passar ekki. Þetta kom mér mjög á óvart.“

Sagði hann í samtali við blaðið. Hann sagði að Frontex ætti nú í viðræðum við þau ríki sem ekki hafa jafnmarga landamæraverði og þau segjast vera með en sagði ekki hvaða ríki það eru.

Straumur flóttamanna og innflytjenda til Evrópu hefur minnkað að undanförnu samkvæmt tölum frá Frontex. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins komu 24.000 manns yfir ytri landamæri ESB en það er 27% fækkun frá sama tíma á síðasta ári. Flestir komu í gegnum Tyrkland og margir þeirra eru frá Sýrlandi og Afganistan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“