fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Pressan

Áfallið árið 2008 sem mótaði einn besta körfuboltamann heims

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 30. maí 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kawhi Leonard, leikmaður Toronto Raptors í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta, hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í vetur. Þessi 27 ára leikmaður er algjör lykilmaður í liði Toronto sem mætir meisturum Golden State Warriors í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í kvöld.

Kawhi hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar í vetur og undanfarin ár raunar. Eftir að hafa leikið í sjö ár með San Antonio Spurs lá leiðin til Toronto í fyrrasumar þar sem hann hefur spilað sinn besta körfubolta á ferlinum. 26,6 stig að meðaltali í leik í vetur segir allt sem segja. Þó Kawhi sé góður sóknarmaður er hann engu síðri varnarmaður og hefur hann verið fastamaður í varnarliði ársins í NBA-deildinni undanfarin ár.

Nánir feðgar

Líf Kawhi hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og hann hefur þurft að ganga í gegnum ýmislegt á lífsleiðinni. Kawhi fæddist í Los Angeles þann 29. júní árið 1991 og lagði hann í fyrstu stund á amerískan fótbolta. Faðir hans, Mark Leonard, var mikill aðdáandi NFL-deildarinnar en að lokum fór það svo að Kawhi einbeitti sér að körfuboltanum – kannski sem betur fer.

Fox Sports fjallaði ítarlega um feril þessa magnaða körfuboltanns.

Kawhi og faðir hans voru mjög nánir og á unglingsárunum vann Kawhi á bílaþvottastöð fjölskyldunnar í Compton í Los Angeles. Þar voru þeir feðgarnir saman mörgum stundum milli þess sem þeir skutu á körfu og spjölluðu saman um lífið og tilveruna.

Líklega misheppnað rán

Það var í janúar 2008 sem líf Kawhi og fjölskyldu hans breyttist til frambúðar. Þann dag var faðir hans, einu sinni sem oftar, að vinna á bílaþvottastöðinni þegar byssumaður birtist skyndilega. Mark var skotinn til bana, líklega í misheppnuðu ráni, og flúði morðinginn í kjölfarið. Á þessum tíma var Kawhi sextán ára óharðnaður unglingur sem þarna missti skyndilega föður sinn og einn besta besta vin. Morðingi föður hans fannst aldrei.

Aðeins sólarhring eftir áfallið ákvað Kawhi að spila fyrir lið sitt, Riverside King. Hann skoraði sextán stig í tapi Riverside-liðsins og strax eftir leik brotnaði hann saman í fangi móður sinnar. „Körfuboltinn er líf mitt og ég vildi spila til að dreifa huganum. Þetta var hræðilegur tími, faðir minn ætlaði að vera á leiknum,“ sagði hann.

Denzel Washington sá leikinn

Þess má geta að bandaríski leikarinn Denzel Washington var á umræddum leik en sonur hans var að spila með hinu liðinu. Denzel rifjaði það upp í hlaðvarpsþætti Bill Simmons hversu mikið hann hefði dáðst að Kawhi í umræddum leik, í ljósi þess mikla áfalls sem hann hafði orðið fyrir aðeins sólarhring áður.

Kawhi hefur sagt í viðtölum að hann hafi notað körfuboltann sem nokkurs konar flóttaleið frá erfiðum tilfinningum eftir andlát föður síns. „Körfuboltinn hjálpar mér að dreifa huganum og taka gleði mína á ný þegar mér líður illa,“ segir hann.

Vann titilinn á feðradaginn

Rúmum tíu árum eftir að faðir hans var myrtur er Kawhi á leið í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Hann varð meistari með San Antonio Spurs árið 2014 þegar liðið vann Miami Heat, 4-1 í úrslitum. Það ár skaust Kawhi fram í sviðsljósið fyrir alvöru enda var hann valinn verðmætasti leikmaðurinn það árið. Það var táknrænt að Spurs tryggði sér titilinn á sjálfan feðradaginn (e. Fathers Day).

Úrslitaeinvígi Toronto og Golden State hefst í Toronto í kvöld en það lið sem er fyrst til að vinna fjóra leiki verður meistari. Erfitt verkefni bíður Kawhi og félaga hans enda hefur Golden State orðið meistari undanfarin tvö ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli

Áratugagömul ummæli urðu yfirmanni hjá Boeing að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjórðungur bandarískra vöruhúsa verður horfinn innan fimm ára

Fjórðungur bandarískra vöruhúsa verður horfinn innan fimm ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“

Segir frá margvíslegri áreitni – „Hann vildi sofa hjá mér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að kórónuveiran geti valdið heilaskaða hjá börnum

Læknir segir að kórónuveiran geti valdið heilaskaða hjá börnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný kenning um uppruna kórónuveirunnar – Sérfræðingar efast

Ný kenning um uppruna kórónuveirunnar – Sérfræðingar efast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims

Varpar fram sprengjum um Trump í nýrri bók – Vanræktur í æsku og varð hættulegasti maður heims
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýtt tilfelli heilaétandi amöbu staðfest í Flórída

Nýtt tilfelli heilaétandi amöbu staðfest í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump slítur samstarfi Bandaríkjanna við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina

Trump slítur samstarfi Bandaríkjanna við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina