fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Pressan

Stríðsglæpamaður ók fyrir Uber

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílafyrirtækin Uber og Lyft hafa ákveðið að Yusuf Abdi Ali, fyrrverandi ofursti í Sómalíu, muni ekki sjá um akstur fyrir fyrirtækin framar.

Kviðdómur í Virginíuríki í Bandaríkjunum hefur dæmt Yusuf til að greiða fórnarlambi sínu, Farhan Tani Warfaa, 500 þúsund Bandaríkjadali, rúmar 60 milljónir króna, í bætur vegna pyntinga sem hann varð fyrir í borgarastyrjöldinni í landinu á níunda áratug liðinnar aldar.

Yusuf var ofursti í sómalska hernum og stuðningsmaður einræðisherrans Mohamed Siad Barre.
Warfaa steig fyrst fram árið 1987 en þá sagðist hann hafa verið sautján ára þegar Yusuf og hans menn rændu honum og héldu föngnum svo mánuðum skiptir. Á endanum hafi Yusuf skotið hann og skilið hann eftir nær dauða en lífi.

Kviðdómurinn í Virginíuríki komst að þeirri niðurstöðu að Yusuf væri ábyrgur vegna málsins.

Eftir borgarastyrjöldina flúði Yusuf til Kanada en það reyndist skammgóður vermir. Heimildarmynd sem kom út árið 1992 varpaði grun á þátt Yusuf í morðum og pyntingum á meðan á borgarastyrjöldinni stóð. Svo fór að honum var vísað frá Kanada en árið 1996 fékk hann dvalarleyfi í Bandaríkjunum eftir að hann gekk í hjónaband með þarlendri konu.

Í Bandaríkjunum hefur Yusuf meðal annar starfað sem öryggisvörður á alþjóðaflugvellinum í Dallas og fyrir skutlaraþjónusturnar Uber og Lyft. Eins og að framan greinir hefur hann nú verið rekinn frá þessum fyrirtækjum í ljósi skuggalegrar fortíðar hans.

Mál Warfaa hefur velkst um bandarískt dómskerfi frá árinu 2004 og segist hann í samtali við Washington Post vera ánægður að niðurstaða sé loks komin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Óhugnanleg COVID-19 samkvæmi – Sá sem smitast fyrstur fær peningaverðlaun

Óhugnanleg COVID-19 samkvæmi – Sá sem smitast fyrstur fær peningaverðlaun
Pressan
Í gær

Mörgæsir á Suðurskautinu eru hamingjusamari með minni hafís

Mörgæsir á Suðurskautinu eru hamingjusamari með minni hafís
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi

Ian McKellen leikur ungan Hamlet í nýrri uppsetningu í leikhúsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt

Þrír létust og einn missti sjónina eftir að hafa drukkið handspritt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta heppnasti maður í heimi? Vann 555 milljónir á skafmiða í annað sinn

Er þetta heppnasti maður í heimi? Vann 555 milljónir á skafmiða í annað sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

British Airways segir 350 flugmönnum upp störfum

British Airways segir 350 flugmönnum upp störfum