fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Pressan

Grímuklæddir menn myrtu 11 manns á bar í Brasilíu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. maí 2019 08:02

Brasilískur lögreglumaður. Mynd:Governo do Rio de Janeiro/Marcelo Horn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 manns voru skotnir til bana á bar í Belem í Brasilíu síðdegis í gær. Samkvæmt fréttum brasilískra fjölmiðla voru fimm konur og sex karlar skotin til bana þegar hópur vopnaðra manna kom inn á barinn og hóf skothríð á gesti. Yfirvöld hafa ekki staðfest tölu látinna en hafa staðfest að fjöldamorð hafi átt sér stað.

Á upptökum frá vettvangi sjást lík fórnarlambanna liggja á jörðinni.

Engar upplýsingar liggja fyrir um ástæðu ódæðisins og enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Fréttir hafa borist af að morðingjarnir hafi verið grímuklæddir og hafi komið á vettvang á mótorhjóli og í þremur bílum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinnuveitandi gerður ábyrgur fyrir að starfsmaður hans lést eftir að hafa stundað kynlíf í vinnuferð

Vinnuveitandi gerður ábyrgur fyrir að starfsmaður hans lést eftir að hafa stundað kynlíf í vinnuferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinsælir áhrifavaldar í mótvindi – Sakaðar um að notfæra sér heimilislausan mann fyrir eigin hagsmuni

Vinsælir áhrifavaldar í mótvindi – Sakaðar um að notfæra sér heimilislausan mann fyrir eigin hagsmuni