fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Dauðvona bankaræningi fékk vægari dóm vegna veikinda – Rændi banka níu dögum síðar

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 16. maí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. apríl síðastliðinn var Bandaríkjamaðurinn Jamie Frierson dæmdur fyrir bankarán. Jamie hafði setið inn vegna nokkurra rána sem hann framdi árið 2017 en þegar kom að því að kveða upp dóm ákvað dómari að sýna honum miskunn.

Jamie, sem er 49 ára, útskýrði fyrir dómaranum að hann væri með ristilkrabbamein og væri raunar dauðvona. Hann vildi gjarnan nýta þann tíma sem hann ætti eftir með fjölskyldu sinni. Dómari varð við þessari beiðni og mat það svo að Jamie væri búinn að sitja inni nógu lengi, eða rúmt ár, og mætti fara.

Þessi sami dómari sér kannski eftir því núna því aðeins níu dögum síðar var Jamie aftur handtekinn vegna bankaráns. Þann 8. maí síðastliðinn var hann gómaður við útibú Apple Bank í Bronx í New York. Hann hafði gengið inn í útibúið, rétt gjaldkera miða sem á stóð að um rán væri að ræða og komst undan með 200 dollara.

„Augljóslega þá lærði hann ekki sína lexíu,“ segir William F. Sweeney, fulltrúi FBI, í frét New York Daily News.

Jamie átti yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsi vegna ránanna árið 2017 . Óvíst er hvað tekur við hjá Jamie en ekki þykir útilokað að hann verði í fangelsi það sem eftir er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?