fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Íslenskir og norskir vísindamenn telja sig hafa þróað bóluefni gegn krabbameini

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. maí 2019 07:01

Krabbameinsfrumur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir og norskir vísindamenn hafa hugsanlega þróað fyrsta bóluefnið gegn krabbameini og gæti það verið tilbúið til notkunar eftir þrjú til fjögur ár í fyrsta lagi. Nú er komið að afgerandi rannsóknum til að komast að því hvort bóluefnið virkar.

„Stóri draumurinn er að krabbamein verði krónískur sjúkdómur sem við getum veitt meðferð við þannig að það verði frekar þannig að fólk lifi með krabbamein en að látist af völdum þess, það er von okkar.“

Er haft eftir Jónasi Einarssyni, forstjóra Radiumhospitalets forskningsstiftelse (Radforsk) og stjórnanda hjá Ultimovacs í umfjöllun Norska ríkisútvarpsins um málið en hann hefur unnið að verkefninu.

Ultimovacs er norskt lyfjafyrirtæki sem þróar nýjar lausnir varðandi ónæmismeðferðir við krabbameini. Fyrirtækið var stofnað út frá rannsóknum á Radiumhospitalet 2011. Fyrirtækið er nú að þróa almennt bóluefni gegn krabbameini en það er algjörlega einstakt innan krabbameinsrannsókna. Þvert á önnur bóluefni mun þetta bóluefni gagnast gegn öllum tegundum krabbameins og á að halda þeim niðri. Auk þess telja vísindamennirnir sig geta þróað bóluefnið þannig að það veiti forvörn gegn krabbameini og geti þannig gagnast fólki þar sem arfgengt krabbamein er í fjölskyldunni.

Vísindamennirnir segja að ef allt gengur að óskum verði bóluefnið komið á markað innan þriggja til fjögurra ára. Með því að nota það ásamt ónæmismeðferð muni það verða til þess að flestir lifi krabbamein af.

Haft er eftir Øyvind Kongstun Arnesen forstjóra Ultimovacs að bóluefnið byggi á mikilli þekkingu á krabbameinsfrumum og hlutverkum ónæmiskerfisins og krabbameinsfrumna.

Á degi hverjum myndast frumur í líkama okkar sem líkjast krabbameinsfrumum og geta þróast yfir í krabbamein. En sem betur nær ónæmiskerfi líkamans yfirleitt að vinna bug á þeim án þess að við vitum nokkuð af þeim átökum sem eiga sér stað í líkamanum. En í þeim tilfellum sem krabbameinið hefur yfirhöndina er það vegna þess að krabbameinið myndar eigin varnir (skjöld) sem gerir að verkum að ónæmiskerfið nær ekki að gera það óskaðlegt. Með ónæmismeðferð við krabbameini er þessi skjöldur krabbameinsins gerður óvirkur og þá getur ónæmiskerfið tekist á við krabbameinið. En sú meðferð gagnast aðeins um helmingi krabbameinssjúklinga og þar kemur bóluefnið til sögunnar. Það býr yfir enn betri getu til að drepa krabbameinsfrumurnar þegar skjöldurinn hefur verið gerður óvirkur.

Tilraunir með bóluefnið hafa gefið góða raun og nú er komið að afgerandi tilraunum og rannsóknum þar sem 150 krabbameinssjúklingar, bæði á norskum og erlendum sjúkrahúsum, taka þátt. Haft er eftir Arnesen að þetta verði afgerandi tilraunir. Vísbendingar séu um að bóluefnið virki en það hafi ekki enn verið prófað á nægilega mörgum sjúklingum til að hægt sé að segja til um það með fullri vissu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu

Mörg þúsund loftsteinar gætu glatast að eilífu þar sem þeir sökkva niður í ísinn á Suðurskautinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás

Telja sig hafa fundið skýringuna á dularfullum snúningi Betelgás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi