fbpx
Þriðjudagur 14.júlí 2020
Pressan

Birgitte ætlaði bara að bjarga hvolpi – Það kostaði hana lífið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. maí 2019 22:00

Birgitte Kallestad.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar fór 24 ára norsk kona, Birgitte Kallestad, til Filippseyja ásamt nokkrum vinum sínum. Þar smitaðist hún af hundaæði sem dró hana til dauða síðasta mánudagskvöld. Hún var bitin af hundi á Filippseyjum og smitaðist þá af þessum hræðilega sjúkdómi. Fjölskylda hennar sendi frá sér tilkynningu um málið í gærkvöldi til að kveða niður kjaftasögur um málið og koma hinu sanna að.

Í tilkynningunni segir að Birgitte hafi farið til Filippseyja með vinum sínum í febrúar. Dag einn hafi þau verið að ferðast um á skellinöðrum þegar þau sáu lítinn og bjargarlausan hvolp í vegkantinum. Birgitte hafi tekið hann upp og sett í körfu og tekið hann með heim. Þar hafi hún þvegið hvolpinn og hann hafi tekið að braggast.

Birgitte og vinir hennar léku sér síðan við hvolpinn í garðinum og það gerðu fleiri. Eins og hvolpa er venja byrjaði hann að glefsa til þeirra og narta í fingur þeirra þegar þau léku sér og fengu allir smá bitsár. Birgitte, sem var heilbrigðisstarfsmaður, brást rétt við og sótthreinsaði þessar smáskrámur.

Það var ekki fyrr en tveimur mánuðum eftir heimkomuna að hún veiktist. Í fyrstu tengdi enginn veikindi hennar við fríið á Filippseyjum og allra síst hún sjálf. Sjúkdómurinn þróaðist síðan á meðan læknar reyndu að komast að hvað hrjáði hana. Hún fór margoft til lækna og var að lokum lögð inn á sjúkrahús. Að lokum taldi einn læknir að einkennin líktust hundaæði. Enginn í ferðahópnum hafði fengið bólusetningu við því.

„Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að það sem kom fyrir hana komi fyrir aðra með svo hlýtt hjarta. Við viljum að bólusetning gegn hundaæði verði áskilin fyrir ferðalög til svæða þar sem hundaæði er og að fólk sé meðvitað um hættuna. Ef það gerist hefur dauði sólargeislans okkar bjargað öðrum.“

Segir í niðurlagi tilkynningarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Eigandi fatarisa leysir frá skjóðunni um verðmæti fasteignaveldis síns

Eigandi fatarisa leysir frá skjóðunni um verðmæti fasteignaveldis síns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við að fleiri smitsjúkdómar geti borist í menn úr dýrum

Vara við að fleiri smitsjúkdómar geti borist í menn úr dýrum
Fyrir 3 dögum

Snjóölduvatn gefið best í sumar

Snjóölduvatn gefið best í sumar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu leynilegan pyntingaklefa og fangelsi í Hollandi

Fundu leynilegan pyntingaklefa og fangelsi í Hollandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 102 kíló af kókaíni í dönsku flutningaskipi

Fundu 102 kíló af kókaíni í dönsku flutningaskipi
Fyrir 5 dögum

Góðir tónleikar – flottur lax

Góðir tónleikar – flottur lax