fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Pressan

Vara við hættulegum hárígræðslum – Karlmaður lét lífið eftir 12 klukkustunda ígræðslu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðleg samtök um hárígræðslu hafa birt myndir af því hvernig getur farið þegar hárígræðslur eru framkvæmdar af ófaglærðum aðilum.

Myndirnar sýna menn og konur sem hafa beðið mikinn skaða af ígræðslum þar sem jafnvel hefur verið tekið of mikið hár af höfði þeirra.

Samkvæmt samtökunum hefur það færst mikið í aukana að einstaklingar gangist undir hárígræðslur. Nemur aukningin á tiltölulega skömmum tíma allt að 181 prósenti. Vegna aukinna vinsælda hefur einnig borið meira á því að einstaklingar leiti til vafasamra aðila um að framkvæma slíkar aðgerðir.

„Markaðssetningin er villandi þar sem látið er eins og aðgerðirnar séu framkvæmdar af teymi lækna sem hafi hlotið frábærar umsagnir,“ segir formaður samtakanna, Ricardo Meija.

„Hins vegar er raunveruleikinn sá að ígræðslan gæti verið framkvæmd af aðila sem hefur enga læknisfræðilega þekkingu.

„Eftirspurnin eftir hárígræðslum er svo mikil að okkur hafa borist tilkynningar um að leigubílstjórar og sýrlenskir flóttamenn séu að framkvæma aðgerðirnar erlendis,“ bætir hann við.

Samtökin hafa því birt myndir af skuggahliðum hárígræðslna sem framkvæmdar eru á svarta markaðnum og vilja með því vekja athygli á vandamálinu.

Í Bretlandi þarf að fara eftir ströngu regluverki þegar hárígræðslur eru framkvæmdar, en þar sem slíkar aðgerðir eru afar kostnaðarsamar leita margir til útlanda eftir ódýrari aðgerðum.

Samtökin benda á að ódýrari aðgerðir geti hafti í för með sér meiri áhættu fyrir einstaklinga, en bara í síðustu viku lét 43 ára karlmaður lífið eftir 12 klukkustunda hárígræðslu aðgerð á Indlandi. Hann borgaði tæpa milljónir fyrir aðgerðina, sem kostaði hann lífið.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinnuveitandi gerður ábyrgur fyrir að starfsmaður hans lést eftir að hafa stundað kynlíf í vinnuferð

Vinnuveitandi gerður ábyrgur fyrir að starfsmaður hans lést eftir að hafa stundað kynlíf í vinnuferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinsælir áhrifavaldar í mótvindi – Sakaðar um að notfæra sér heimilislausan mann fyrir eigin hagsmuni

Vinsælir áhrifavaldar í mótvindi – Sakaðar um að notfæra sér heimilislausan mann fyrir eigin hagsmuni