fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Boeing 737 MAX 8 áttu að gjörbylta fluggeiranum – „Persónulega myndi ég ekki fljúga með þessari tegund flugvéla“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 06:59

Boeing 737 MAX 8. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn þar sem 157 manns fórust þegar ný Boeing 737 MAX 8 farþegaflugvél hrapaði skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa hafa nokkur ríki bannað notkun véla af þessari tegund. Nú síðast í morgun bættist Singapúr í hópinn en áður höfðu meðal annars yfirvöld í Kína og Eþíópíu kyrrsett vélar þessarar tegundar. Sérfræðingur í flugmálum segir að hann myndi ekki fljúga í þessari tegund flugvéla.

Það liðu aðeins sex mínútur frá flugtaki flugs ET302 frá flugvellinum í Addis Ababa á sunnudagsmorguninn þar til flugumferðarstjórar misstu samband við vélina. Áður höfðu flugmennirnir fengið heimild til að snúa við og lenda.

Í lok október fórst vél sömu tegundar 13 mínútum eftir flugtak frá flugvellinum í Jakarta í Indónesíu. Þá létust allir 189 um borð.

„Traustustu flugvélar í heimi“

Það var ekkert sparað í lýsingum á Boeing 737 MAX 8 vélunum þegar þær voru kynntar 2017. Vélarnar voru sagðar „traustustu flugvélar í heimi“ og að þær ættu að breyta „því hvernig við fljúgum“.

Háþróuð tækni, ódýrar í rekstri og með áður óþekkt þægindi fyrir farþegana. Á tæpu ári sló vélin öll sölumet en á fimmta þúsund vélar hafa verið pantaðar, meðal kaupenda eru Icelandair, Ryanair, Norwegian og American Airlines. Boeing hefur nú þegar afhent um 350 vélar.

Mjög grunsamlegt

Mary Schiavo, sérfræðingur í flugmálum, sagði í samtali við CNN að það væri „mjög grunsamlegt“ að á skömmum tíma hafi tvær flugvélar af nýrri tegund hrapað.

„Þetta er mjög grunsamlegt. Hér er splunkuný flugvélategund sem hefur hrapað tvisvar á einu ári. Þetta hringir viðvörunarbjöllum í geiranum, því svona gerist bara ekki.“

Sagði hún.

Neil Hansford, sem einnig er sérfræðingur í flugmálum, sagði í samtali við news.com.au að hann hafi haft miklar áhyggjur af Boeing 737 MAX 8 allt frá því að vélarnar voru teknar í notkun 2017.

„Persónulega myndi ég ekki fljúga með þessari tegund flugvéla.“

Sagði hann í kjölfar slyssins á sunnudaginn. Hann telur að það séu svo mikil líkindi með slysunum að nauðsynlegt sé að gera ítarlega úttekt á tæknibúnaði flugvélanna.

MCAS-kerfið liggur undir grun

Það er sérstaklega MCAS-kerfi (Manoeuvring Characteristics Augmentation System) flugvélanna sem liggur undir grun margra um að eiga hlut að máli í báðum slysunum. Flugmenn og sérfræðingar hafa vakið athygli á þessu.

MCAS er sjálfvirkt kerfi sem á að koma í veg fyrir að flugvélar missi lyftikraft þegar þær fljúga. Kerfið byggist á skynjara sem er á ytri hlið flugvélanna. Hann sýnir hvar nef hennar er í samanburði við restina af vélinni. Margir hafa áhyggjur af að þessi skynjari bili og þvingi nef flugvélarinnar niður á við í átt að jörðu. Ef það gerist getur flugvélin skyndilega tekið stefnu niður á við.

Boeing hefur ekki áður notað MCAS-kerfið en það á að grípa inn í þegar flugvél rís of hratt og á þar með á hættu að missa lyftikraftinn að sögn Hansford. Kerfið á að öllu jöfnu ekki að taka stjórnina þegar flugmenn stýra vélinni en ekki sjálfstýringin. Það á aðeins að taka við þegar sjálfstýring er á.

Skýringamynd um MCAS-kerfið. Mynd:  The Air Current

New York Times segir að samkvæmt upplýsingum frá nokkrum fagfélögum þá fái flugmenn ekki þjálfun í að fljúga með þetta nýja MCAS-kerfi.

Yfirvöld hafa þó lagt áherslu á að enn sé of snemmt að álykta að bein tengsl séu á milli slysanna tveggja. Hansford segist sammála fagfélögum flugmanna um að skortur á þjálfun flugmanna í notkun MCAS sé vandamál. Hann segir að handbækur Boeing 737 MAX 8 hafi verið uppfærðar eftir slysið í Indónesíu í október en þar til var MCAS aðeins nefnt í orðalista. Ekkert var sagt um hvernig kerfið virkar, hvaða hættumerki flugmenn eiga að þekkja og hvernig á að aftengja kerfið.

Skömmu eftir slysið í Indónesíu sendi Boeing skilaboð til flugmálayfirvalda í mörgum löndum. Á grunni hennar sendi bandaríska loftferðaeftirlitið aðvörun til bandarískra flugfélaga sem nota Boeing 737 MAX 8 vélar. Í henni kom fram að MCAS-skynjarinn geti „valdið því að flugmenn lendi í erfiðleikum með að stýra flugvélinni og geti valdið yfirdrifinni „nef-niður-stöðu““, mikilli hæðarlækkun og hugsanlegum árekstri við jörðu.

Schiavo veltir því upp að nú sé stóra spurningin hvort Ethiopian Airlines hafi uppfært handbækur sínar í kjölfar ábendinga frá Boeing í kjölfar slyssins í Indónesíu.

„Í annað sinn er það flugvélinni að kenna“

Báðar vélarnar voru aðeins nokkurra mánaða gamlar þegar þær fórust. Schiavo segir að Boeing standi frammi fyrir mörgum alvarlegum spurningum sem þurfi að svara.

„Nú hafa tvær vélar hrapað á tæplega hálfu ári og í fluggeiranum er máltæki sem segir: „Í fyrsta sinn er það flugmanninum að kenna, í annað sinn er það flugvélinni að kenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluð samsæriskenning um kápu Melaniu Trump

Sturluð samsæriskenning um kápu Melaniu Trump
Fyrir 2 dögum

40 laxar veiðst í Brynjudalsá 

40 laxar veiðst í Brynjudalsá 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Typpamyndirnar sem fóru eins og eldur í sinu um heiminn – „Það er ekki svona stórt í rauninni“

Typpamyndirnar sem fóru eins og eldur í sinu um heiminn – „Það er ekki svona stórt í rauninni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íslamska ríkið á erfitt með að fá fólk til að fremja sjálfsvígsárásir – Hafa tekið nýja aðferð í notkun

Íslamska ríkið á erfitt með að fá fólk til að fremja sjálfsvígsárásir – Hafa tekið nýja aðferð í notkun