fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Misheppnað byggingarverkefni – Bær með 600 höllum stendur tómur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 18:00

Burj Al Babas. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úr fjarlægð líkist bærinn Burj al Babas litlum bæ úr Disney-mynd. En hann er raunverulegur og er í Bolu í Tyrklandi. Nú stendur bærinn auður því þetta metnaðarfulla byggingarverkefni virðist farið út um þúfur.

Fyrirtækið Sarot Group, sem stóð fyrir verkefninu, var úrskurðað gjaldþrota í nóvember en þá var búið að byggja tæplega 600 hallir og búið að selja um helming þeirra fyrir sem svarar til 40 til 60 milljóna íslenskra króna fyrir hverja höll.

En síðan fóru kaupendurnir að bakka út úr viðskiptunum og sjóðir Sarot Group tæmdust og skuldaði félagið sem svarar til tæplega 4 milljarða íslenskra króna þegar það var úrskurðað gjaldþrota.

Nú stendur Burj al Babas tómur. Byggingaverkamennirnir eru farnir heim og allir ríku útlendingarnir, sem áttu að búa í höllunum, eru hvergi sjáanlegir. En forsvarsmenn verkefnisins hafa ekki gefið upp alla von. Í nóvember hafði Bloomberg eftir Mehmet Emin Yerdelen, stjórnarformanni Sarot Group, að aðeins þyrfti að selja 100 hallir til viðbótar og þá væri málið leyst.

Margir efnaðir Arabar voru meðal kaupendanna en drógu sig síðan út úr kaupunum vegna lækkandi olíuverðs en einnig vegna samdráttar í tyrknesku efnahagslífi og pólitísks óstöðugleika í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“