fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
Pressan

Sjö flúðu úr fangelsi – Afbrotaleiðangurinn endaði með morði

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum tóku í gærkvöldi af lífi Joseph Garcia sem var í hópi sjö fanga sem flúðu úr fangelsi skammt frá bænum Kenedy árið 2000. Fangarnir eru allir annað hvort á dauðadeild eða þegar látnir vegna hrottalegs morðs sem framið var þegar lögregla var á hælum þeirra.

Það var þann 13. desember árið 2000 sem mennirnir sluppu úr fangelsinu. Allir voru þeir með þunga dóma á bakinu, allt frá 30 árum til 99 ára, meðal annars vegna morða. Garcia var með 50 ára dóm á bakinu fyrir morð en mennirnir komust út með því að yfirbuga fangaverði.

Eftir að þeir sluppu úr fangelsi frömdu þeir meðal annars rán til að fjármagna neyslu sína á flóttanum. Þann 24. Desember, tæpum tveimur vikum eftir flóttann, frömdu þeir vopnað rán í íþróttavöruverslun í Irving. Þar stálu þeir 40 skotvopnum og skotfærum.

Lögregla átti leið framhjá versluninni og tók eftir því að eitthvað grunsamlegt væri á seyði í versluninni. Aubrey Hawkins, lögreglumaður í Irving, fór á vettvang en var fljótlega yfirbugaður af sjömenningunum. Hann var skotinn til bana, alls ellefu skotum, áður en ekið var yfir hann. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi stuttu síðar.

Þann 20. janúar 2001 voru mennirnir handteknir eftir að fjallað var um þá í þættinum America‘s Most Wanted. Fjölmargir höfðu samband við lögreglu eftir sýningu þáttarins og voru mennirnir handteknir í kjölfarið. Sex hlutu dauðadóm en sjöundi fanginn, Larry James Harper, svipti sig lífi áður en lögregla handtók hann. Þrír hafa verið líflátnir og þrír bíða aftöku á dauðadeild í Texas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinnuveitandi gerður ábyrgur fyrir að starfsmaður hans lést eftir að hafa stundað kynlíf í vinnuferð

Vinnuveitandi gerður ábyrgur fyrir að starfsmaður hans lést eftir að hafa stundað kynlíf í vinnuferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinsælir áhrifavaldar í mótvindi – Sakaðar um að notfæra sér heimilislausan mann fyrir eigin hagsmuni

Vinsælir áhrifavaldar í mótvindi – Sakaðar um að notfæra sér heimilislausan mann fyrir eigin hagsmuni