fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Níræð kona var lögð inn á sjúkrahús vegna magaverkja – Útskrifuð með fjölda beinbrota – „Ef við búum í velferðarsamfélagi verður að gera eitthvað. Það er ekki hægt að spara meira.“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 07:25

Ruth á dvalarheimilinu. Mynd/Jean Skarby/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn 17. nóvember síðastliðinn var Ruth Jessen, níræð, lögð inn á Hvidovre sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn vegna mikilla magaverkja. Daginn eftir var hún útskrifuð og send heim þrátt fyrir að hafa dottið út úr sjúkrahúsrúminu og brotið mörg bein.

Sonardóttir hennar, Jean Skarby, vakti athygli á málinu á Facebook og hafa viðbrögð Dana verið mikil.

Haft var samband við Jean á sunnudeginum, en hún er nánasti aðstandandi ömmu sinnar, og henni sagt að amma hennar hefði dottið út úr sjúkrahúsrúminu og hefði úlnliðsbrotnað, farið úr axlarlið og kinnbeinsbrotnað.

„Bæði faðir minn og bróðir hans eru látnir svo ég er eini ættingi hennar.“

Sagði Jean í samtali við Ekstra Bladet.

Hún fékk litlar og ansi strjálar upplýsingar frá sjúkrahúsinu um málið en mátti ekki fá allar upplýsingarnar fyrr en hún hafði fengið umboð hjá ömmu sinni til að fá upplýsingarnar.

Jean leggur áherslu á að hún sé ekki reið út í starfsfólk sjúkrahússins heldur vilji hún vekja athygli stjórnmálamanna á málinu og ástandinu í heilbrigðiskerfinu. Hún sé ekki reið yfir slysinu, óhöpp geti alltaf orðið, heldur sé það eftirleikurinn sem hafi reitt hana til reiði.

„Ég fékk að vita á sjúkrahúsinu að það þyrfti að skera hana upp á úlnliðnum en daginn eftir var hringt frá dvalarheimilinu sem sagðist hafa fengið að vita að það þyrfti ekki. Nú segði sjúkrahúsið að amma gæti notað höndina til að borða ef hún væri með spelku.“

Ruth á dvalarheimilinu. Mynd/Jean Skarby/Facebook

Á þriðjudag í síðustu viku fór Ruth til heimilislæknisins síns. Hann sá að kvarnast hafði úr mjöð hennar við fallið og hjartsláttur hennar var óreglulegur. Hún var því lögð aftur inn á sjúkrahús. Ruth er aðeins 36 kíló. Hún var síðan útskrifuð næsta dag.

Jean segist hafa orðið reið við þetta og hafi auk þess fengið að vita að amma hennar hefði brákað höfuðkúpuna.

„Er það svona sem það er að verða gamall? Við sjáum að þú átt við vanda að stríða en við gerum ekkert í því.“

Ruth man ekki eftir að hafa dottið út úr rúminu og hún finnur til vegna meiðslana. Jean segist óttast að hún lifi ekki til jóla.

„Ég sé á mörgum athugasemdanna að aðrir hafa lent í svipaðri reynslu. Ef við búum virkilega í velferðarsamfélagi verður að gera eitthvað. Það er ekki hægt að spara meira.“

Sagði Jean í samtali við Ekstra Bladet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug