fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Sígarettustubbur kom upp um morðingjann 40 árum síðar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 18:30

Mynd/vaping360.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veronica Cascio, Tatiana Marie Blackwell, Paula Louise Baxter, Carol Lee Booth, Denise Lampe og Michelle Mitchell. Þetta er ekki upptalning á tilviljanakenndum kvenmannsnöfnum. Þessar konur eiga það allar sameiginlegt að þær urðu fórnarlömb hins svokallaða Gypsy Hill morðingja sem lét til sín taka í Kaliforníu og Nevada í Bandaríkjunum árið 1976.

Konurnar sex, sem voru á aldrinum 14 til 26 ára, voru myrtar á fimm mánaða tímabili í San Meteo í Kaliforníu og í Reno í Nevada. Fimm morðanna voru aldrei upplýst en lögreglan taldi sig hafa upplýst morðið á Michelle Mitchell, 19 ára háskólanema. Það var geðsjúk kona sem játaði að hafa myrt hana og var dæmd í fangelsi fyrir það árið 1979. Hún dró játningu sína til baka síðar og var að lokum sýknuð árið 2014. Hún var þá búin að sitja í fangelsi í tæplega 30 ár.

Ástæðan fyrir sýknu hennar var að þegar lögreglumenn fóru yfir málsgögnin fundu þeir sígarettustubb sem fannst í bílskúrnum þar sem hendur Michelle Mitchell höfðu verið bundnar fyrir aftan bak áður en hún var skorin á háls. Sígarettustubburinn var sendur til rannsóknar og kom þá í ljós að erfðaefni á honum pössuðu við erfðaefni manns frá Oregon. Hann sat þá í fangelsi fyrir nauðgun og morðtilraun.

Maðurinn heitir Rodney Halbower og er 69 ára í dag. Hann var færður fyrir dómara í Redwood City á föstudaginn eftir margra ára tafir. Hann er ákærður fyrir að hafa myrt tvær af fyrrnefndum konum en er grunaður um að hafa myrt þær allar. Hann er einnig grunaður um að hafa nauðgað þeim öllum.

„Ég hef aldrei nauðgað neinum, aldrei nokkru sinni.“

Hrópaði hann þegar réttarhöldin hófust.

Saksóknarinn í San Mateo, Steve Wagstaffe, segir Hallbower vera „geðsjúkan raðmorðingja“ og krefst lífstíðarfangelsis yfir honum.

Það að lögreglunni tókst að hafa uppi á Hallbower á líklegast rætur að rekja til flótta hans úr fangelsi í Nevada 1986. Hann fór til Oregon og braut af sér þar áður en hann var handtekinn og sendur aftur til Nevada til að ljúka afplánun sinni. Þegar hann hafði lokið afplánun í Nevada var hann sendur aftur til Oregon til að afplána 15 ára dóm þar. Þegar hann kom til afplánunar þar var tekið dna-sýni úr honum sem var skráð í gagnagrunn, sem er fyrir allt landið. Það var einmitt þetta sýni sem tengdi hann við Gypsy Hill morðin.

Myndin er fylgir frétt var fengin frá vaping360.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana