fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ung kona hefur átt í ástarsamböndum við fanga – „Gróft ofbeldi er mest aðlaðandi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 07:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV skýrði frá fyrir helgi hefur það vakið nokkra athygli að nokkrar konur hafa heimsótt Peter Madsen, sem myrti sænsku blaðakonuna Kim Wall á hrottalegan hátt á síðasta ári, í fangelsi en hann afplánar nú lífstíðardóm fyrir morðið. Þá skýrði DV einnig frá því nýlega að fangaverði hefði verið vikið frá störfum eftir að upp komst að hún ætti í ástarsambandi við Madsen.

BT ræddi af þessu tilefni við tvítuga konu, Lizette, sem hefur átt í ástarsamböndum við fanga. Hún hefur komist í samband við þá í gegnum Facebooksíðuna ´Date en indsat´ en 21.000 manns eru í hópnum. Þar birti hún myndir af sér í þeirri von að draumaprinsinn myndi setja sig í samband við hana úr fangelsi.

„Þeir líta betur eftir konunum sínum og eru harðari í horn að taka. Ef einhver snertir konuna þeirra gera þeir allt en venjulegir menn myndu staldra við og tala við manninn.“

Segir Lizette um hrifningu sína af föngum. Einn þeirra fanga sem setti sig í samband við hana sat inni fyrir að hafa reynt að myrða fyrrum unnustu sína og vin hennar en það olli Lizette engu hugarangri.

„Ég dæmi ekki. Ég vil mann sem er aðeins öðruvísi en þessir „átta til fjögur menn“. Ég hef verið með venjulegum dönskum manni en fannst vanta á öryggistilfinninguna. Mig skorti að finnast að ég væri vernduð.“

Hún tók upp ástarsamband við manninn sem sat í Vestre Fængsel. Hún segir að hún hafi ekki hugsað út í að hann hafi nær drepið fyrrum unnustu sína.

„Ég hugsaði ekki um það því hann sagði hverjar reglurnar væru ef ég vildi vera konan hans. Síminn minn átti alltaf að vera til reiðu fyrir hann ef hann vildi skoða hann og hann átti alltaf að vita hvar ég var. Það var gott að það var einhver sem hafði stjórnina og vissi hvað var að gerast og hvar ég var. Hann gætti mín og það var gott.“

Þrátt fyrir að hún segi að hún dæmi fólk ekki þá skiptir það hana máli hvað mennirnir sitja inni fyrir. Þegar hún var spurð hvaða afbrot heilli hana mest var svarið:

„Gróft ofbeldi og almennt séð gróf afbrot.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“