fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Nokkur sannleikskorn um hrotur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 20:30

Ætli hún glími við kæfisvefn?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrotur eru hvimleiðar og það oftast fyrir þann sem sefur við hliðina á þeim sem hrýtur. Þær geta líka verið hættulegar og fólk getur dáið ef það hrýtur. Hrotur versna einnig með aldrinum og fólk sem hrýtur nýtur minni svefngæða en hinir hrotulausu.

Í nýlegri umfjöllun Jótlandspóstsins um hrotur var rætt við Poul Jennum, yfirlækni á ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn, um nokkur atriði varðandi hrotur.

Hann sagði meðal annars að rétt væri að þeir sem hrjóta njóti minni svefngæða en þeir sem eru lausir við hrotur. Þegar fólk hrýtur þarf líkaminn að nota meiri krafta í að halda öndunarvegunum opnum og þetta truflar svefninn.

Hrotur eru arfgengar að hans sögn. Líkurnar á að fólk hrjóti eru 2-3 sinnum meiri ef foreldrar þess hrjóta.

Hann sagði að rétt væri að fólk geti dáið af því að hrjóta. Venjulegar hrotur án öndunarstoppa séu ekki hættulegar. Hann sagði að hrotur gætu verið vísbending um kæfisvefn og ef fólk glími við mikinn kæfisvefn geti það valdið hjarta- og æðasjúkdómum, blóðtappa í heila og dauða.

Eldra fólk hrýtur meira en yngra fólk að sögn Jennum og karlar hrjóta meira en konur. Einnig eru hrotur algengari hjá þeim sem eru í yfirþyngd en öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu