fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Breska ríkisstjórnin hyggst banna sölu á orkudrykkjum til barna og ungmenna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. september 2018 21:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska ríkisstjórnin hyggst banna sölu á orkudrykkjum til barna og ungmenna. Á Bretlandseyjum drekka tvö af hverjum þremur börnum og unglingum á aldrinum 10 til 17 ára orkudrykki og segir ríkisstjórnin að henni beri skylda til að grípa til aðgerða.

Málið er nú í undirbúningsferli en reiknað er með að sala á orkudrykkjum verði bönnuð til barna undir 16 ára eða 18 ára aldri. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort verður ofan á. Bannið verður hluti af baráttu ríkisstjórnarinnar gegn offitu meðal barna.

Það er ekki aðeins sykurinn í orkudrykkjunum sem veldur áhyggjum heldur einnig hið mikla koffínmagn. Þetta veldur ákveðnum heilsufarsvandamálum hjá börnum og ungmennum. Má þar nefna svefnleysi, magaverki, höfuðverki og ofvirkni af völdum koffíns. Í einni 250 millilítra dós af orkudrykk getur verið jafn mikið koffín og í þremur dósum af hefðbundnum kóladrykk.

Vitað er að tvö af hverjum þremur börnum á aldrinum 10 til 17 ára drekka orkudrykki og það gerir fjórðungur barna á aldrinum 6 til 9 ára. Það ýtir undir neysluna að sumar tegundir eru seldar á sem svarar til 50 íslenskra króna.

Sky skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu