Dómstóll í Brasilíu hafa meinað Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, að bjóða sig fram í komandi forsetakosningum sem munu eiga sér stað í október næstkomandi. Lula da Silva var í apríl dæmdur fyrir spillingu og situr nú í fangelsi, þar sem hann mun sitja næstu 12 árin samkvæmt dómnum. Þrátt fyrir það segja fjölmiðlar í Brasilíu að hefði hann fengið að taka þátt hefði hann getað fengið stóran hluta atkvæða og haft áhrif á hver yrði næsti forseti Brasilíu.
Lula da Silva var stofnandi verkamannaflokksins í Brasilíu. Hann var forseti Brasilíu frá 2003 til 2011 og rétt áður en hann yfirgaf embættið studdu 90% Brasilíumanna hann samkvæmt könnunum. Hann var þekktastur fyrir stefnu sína sem kom milljónum Brasilíumanna úr fátækt.
Lula da Silva heldur fram sakleysi sínu og telur dóminn vera hluti af pólitískum nornaveiðum gagnvart honum, en samkvæmt dómnum er sagt að hann hafi tekið við yfir hundrað milljónum króna í mútugreiðslur tengdar ríkisrekna olíufyrirtækinu Petrobras.
Lögfræðingar Lula da Silva hafa sagst að þeir munu áfrýja dómnum í von um að hann fái að bjóða sig fram í forsetakosningunum.