fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Ósáttir Þjóðverjar í Chemnitz – „Þið hafið látið tvo menningarheima rekast á og snúið baki við okkur öllum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 14:30

Frá mótmælum í Chemnitz.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska borgin Chemnitz, sem er í austurhluta landsins, hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga vegna morðs á þýskum manni um síðustu helgi sem leiddi af sér mikil mótmæli og átök í borginni.

Maðurinn var stunginn til bana og hefur lögreglan Sýrlending og Íraka í haldi vegna málsins. Þeir eru báðir hælisleitendur. Málið vakti mikla reiði og í kjölfar þess mættu um 5.000 hægriöfgamenn til mótmæla í borginni. Lögreglan var fáliðuð og réði illa við ástandið og ekki bætti úr skák að 1.000 til 2.000 vinstriöfgamenn söfnuðust einnig saman til mótmæla í borginni. Kom til átaka á milli þessara andstæðu fylkinga.

Michael Kretschmer, forsætisráðherra Sachsen, var í borginni í gær og ræddi við íbúa. Um 500 manns komust að á fundinum en enn fleiri söfnuðust saman utan við fundarsalinn til að mótmæla Kretschmer. Þýskir fjölmiðlar segja að mikil spenna hafi verið í loftinu.

Á fundinum sjálfum fékk Kretschmer að vita að nú væri mælirinn fullur. Kona ein kvartaði undan að geta ekki gengið um götur borgarinnar án þess að vera áreitt af ungum karlkyns hælisleitendum. Karlmaður sagði að börn hans gætu ekki lengur sótt leikvöllinn sín vegna fólks, sem væri ekki þýskt, sem héldi þar til. Annar karlmaður sagði að útlendingar stunduðu augljós fíkniefnaviðskipti í borginni.

„Þið hafið látið tvo menningarheima rekast á og snúið baki við okkur.“ Segir Welt að einn fundargesturinn hafi sagt og hafi síðan farið hörðum orðum um þann mikla straum flóttamanna sem þýsk stjórnvöld hafa tekið við frá 2015.

Það hefur kynt undir reiði fólks að þýskir fjölmiðlar, Welt og Nürnberger Nachrichten, skýrðu frá því í vikunni að annar hælisleitendanna, sem eru grunaðir um fyrrgreint morð, átti eiginlega ekki að vera í Þýskalandi því hann hafði áður sótt um hæli í Búlgaríu. Samkvæmt Dyflinarákvæðinu hefði því átt að senda hann til Búlgaríu 2016 en þýsk yfirvöld aðhöfðust ekkert. Tíminn, sem var til endursendingar til Búlgaríu, rann út og Írakinn er enn í Þýskalandi. Bild segir að maðurinn hafi hlotið fjölmarga dóma í Þýskalandi.

Hægriöfgamenn hafa nýtt málið til mótmæla og til árása á útlendinga. Má þar nefna hrottalega árás á ungan innflytjanda í borginni Wismar í fyrrinót eins og DV skýrði frá.

Þjóðverjum er mjög brugðið vegna ástandsins og stjórnmálamenn hafa keppst um að fordæma ofbeldið, bæði morðið og ofbeldið gegn útlendingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær