fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ólívuolía getur gagnast betur en Viagra gegn stinningarvandamálum karla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. ágúst 2018 22:00

Ólívuolía er meinholl en það sama verður ekki endilega sagt um aðrar olíur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vikulegur skammtur af ólívuolíu getur gagnast betur en Viagra gegn stinningarvandamálum karla. Ólívuolían hefur jákvæð áhrif á æðakerfið og styrkir blóðflæðið auk ýmissa annarra jákvæðra heilsufarsþátta.

Independent skýrir frá þessu. Segir blaðið að samkvæmt niðurstöðum rannsóknar grískra vísindamanna þá dugi níu matskeiðar af ólívuolíu á viku til að draga úr risvandamálum um 40 prósent. 660 karlmenn tóku þátt í rannsókninni og var meðalaldur þeirra 67 ár.

Vísindamennirnir komust að því að þeir sem tileinkuðu sér hið svokallaða Miðjarðarhafsmataræði, sem inniheldur mikið af ávöxtum og grænmeti, belgjurtum, fiski og hnetum auk ólívuolíu áttu í miklu minni vandamálum með frammistöðuna í hjónarúminu og hjá sumum batnaði hún.

Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Christina Chrysohoou, segir að mataræði og líkamsrækt sé lykillinn að bættri frammistöðu miðaldra og eldri karlmanna í kynlífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um