Independent skýrir frá þessu. Segir blaðið að samkvæmt niðurstöðum rannsóknar grískra vísindamanna þá dugi níu matskeiðar af ólívuolíu á viku til að draga úr risvandamálum um 40 prósent. 660 karlmenn tóku þátt í rannsókninni og var meðalaldur þeirra 67 ár.
Vísindamennirnir komust að því að þeir sem tileinkuðu sér hið svokallaða Miðjarðarhafsmataræði, sem inniheldur mikið af ávöxtum og grænmeti, belgjurtum, fiski og hnetum auk ólívuolíu áttu í miklu minni vandamálum með frammistöðuna í hjónarúminu og hjá sumum batnaði hún.
Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Christina Chrysohoou, segir að mataræði og líkamsrækt sé lykillinn að bættri frammistöðu miðaldra og eldri karlmanna í kynlífinu.