fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Ítalir vilja að ríkin við Miðjarðarhaf skiptist á að taka við innflytjendum og flóttamönnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 15:30

Sýrlenskir flóttamenn. Mynd:Wikimedia Commons/ Mstyslav Chernov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska ríkisstjórnin leggur til ESB komi upp kerfi þar sem ríkin við Miðjarðarhaf skiptist á að taka við flóttamönnum og innflytjendum sem er bjargað úr Miðjarðarhafi. Þannig verði skipunum, sem bjarga fólkinu, siglt til mismunandi hafna. Elizabeth Trenta, varnarmálaráðherra Ítalíu, kynnir hugmyndina fyrir starfsbræðrum sínum hjá ESB á óformlegum fundi í Vínarborg í dag.

Hún mun leggja til að aðgerðinni Sophia, sem var hrundið úr vör í júní 2015 í kjölfar þess að mörg hundruð flóttamenn drukknuðu á leið frá Líbíu til Ítalíu, verði breytt. Þyrlur og skip taka þátt í aðgerðinni. Samkvæmt reglum hennar eru allir flóttamenn settir í land í ítölskum höfnum.

Trenta segir þetta óásættanlegt og að Ítalir vilji fá þessu breytt. Markmiðið er að tryggja að fleiri en Ítalir leggi sitt af mörkum við móttöku flóttamanna. Dagblaðið La Stamps segir að samkvæmt tillögum Ítala þá eigi að setja flóttamennina í land í frönskum og spænskum höfnum auk ítalskra. Einnig eiga Malta og Grikkland að koma við sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær