Hún mun leggja til að aðgerðinni Sophia, sem var hrundið úr vör í júní 2015 í kjölfar þess að mörg hundruð flóttamenn drukknuðu á leið frá Líbíu til Ítalíu, verði breytt. Þyrlur og skip taka þátt í aðgerðinni. Samkvæmt reglum hennar eru allir flóttamenn settir í land í ítölskum höfnum.
Trenta segir þetta óásættanlegt og að Ítalir vilji fá þessu breytt. Markmiðið er að tryggja að fleiri en Ítalir leggi sitt af mörkum við móttöku flóttamanna. Dagblaðið La Stamps segir að samkvæmt tillögum Ítala þá eigi að setja flóttamennina í land í frönskum og spænskum höfnum auk ítalskra. Einnig eiga Malta og Grikkland að koma við sögu.