Samkvæmt könnum sem gerð var fyrir TV2 þá hefur þriðjungur landsmanna breytt lífsstíl sínum eftir hið undarlega veðurfar í sumar og telja sig nú umhverfisvænni en áður. Tæplega helmingur þessa þriðjungs hefur dregið úr kjötneyslu. Í mörgum mötuneytum er nú farið að bjóða upp á meira grænmeti en áður og samhliða er minna kjöt á boðstólum. Sum fyrirtæki eru einnig farin að vera með kjötlausa daga.
Samkvæmt könnuninni þá hafa 61 prósent dregið úr vatnsnotkun. 59 prósent hafa dregið úr rafmagnsnotkun. 58 prósent kaupa minna og endurnýta hluti oftar en áður. 46 prósent borða minna kjöt. 25 prósent nota bílinn sinn minna og 23 prósent hafa fækkað flugferðum sínum.
Danir hafa af nokkru að taka því þeir eru meðal þeirra þjóða sem losa mest af CO2 út í andrúmsloftið á hvern íbúa. Ástæðan er fyrst og fremst góð lífskjör og því getur fólk ferðast mikið, keypt meira af fatnaði og kjöti en margir aðrir.