fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Bandarískur hermaður játar að hafa afhent Íslamska ríkinu hernaðarleyndarmál

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 04:31

Fáni Íslamska ríkisins. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur hermaður, sem starfar í herstöð á Hawaii, játaði í gærkvöldi fyrir dómi að hafa lagt hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið (IS) lið. Ikaika Kang, liðþjálfi, játaði að hafa látið samtökunum hernaðarleyndarmál í té. Hann sagði dómara að hann hefði afhent IS óskilgreind og leynileg skjöl.

Hann játaði einnig að hafa afhent IS dróna sem átti að nota til að finna bandaríska hermenn. Saksóknari segir að Kang hafi snúist á sveif með IS í ársbyrjun 2016. Alríkislögreglan FBI hóf að rannsaka mál hans í ágúst 2016. Niðurstaða rannsóknarinnar var að Kang hefði afhent IS mikið magn rafrænna skjala.

Skjölin innihalda viðkvæmar upplýsingar, þar á meðal upplýsingar um vopn hersins, nákvæmar upplýsingar um stýrikerfi flugvéla, ýmsar notkunarleiðbeiningar auk persónulegra upplýsinga um hermenn.

Saksóknari segir að þegar Kang fundaði með meðlimum IS eitt sinn hafi hann svarið samtökunum hollustu sína á arabísku og ensku og hafi kysst fána samtakanna. Verjandi Kang sagði alveg ljóst að Kang hefði verið ginntur til liðs við IS en lög sem ná yfir það séu mjög flókin og því erfitt fyrir verjendur að sanna það.

Kang samdi við saksóknara um að játa fyrrgreind ákæruatriði gegn því að hann yrði ekki ákærður fyrir önnur afbrot, þar á meðal brot á lögum um njósnir og önnur lög er tengjast hryðjuverkum.

Ónafngreindur heimildarmaður segir að Kang hafi verið heltekinn af myndböndum af sjálfsvígssprengjumönnum, afhöfðunum og öðru álíka ofbeldisefni og hafi oft eytt mörgum klukkustundum daglega við að horfa á slíkt myndefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar