fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Sjaldgæf niðurstaða – Hvítur lögreglumaður sakfelldur fyrir að hafa skotið svartan ungling til bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 05:04

Jordan Edwards.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvítur lögreglumaður, Roy Oliver, var í gær fundinn sekur um morð en hann skaut 15 ára svartan pilt, Jordan Edwards, til bana nærri Dallas í apríl á síðasta ári. Mörg mál hafa komið upp á undanförnum árum þar sem hvítir lögreglumenn hafa skotið svart fólk til bana, jafnvel óvopnað fólk, en sjaldgæft er að lögreglumenn séu sakfelldir fyrir drápin.

Kviðdómur trúði ekki frásögn Olivers um að hann hefði óttast um líf vinnufélaga síns, Tyler Gross, en Gross bar fyrir rétti að hann hefði ekki óttast um líf sitt.

Edwards sat í bíl ásamt fjórum vinum sínum þegar Oliver skaut hann til bana. Hann var skotinn í höfuðið. Hann var óvopnaður.

Ættingjar Edwards grétu þegar niðurstaða kviðdóms var lesin upp og fögnuðu henni ákaflega.

Roy Olivers.

Málið hófst þann 29. apríl á síðasta ári þegar Oliver og fleiri lögreglumenn voru sendir í úthverfi Dallas þar sem tilkynnt var um samkvæmi þar sem ungmenni væru að neyta áfengis. Edwards var nýsestur inn í bíl ásamt vinum sínum, en þeir ætluðu að yfirgefa samkvæmið, þegar Oliver skaut hann. Í upphafi hélt Oliver því fram að bílnum hefði verið ekið hratt að lögreglunni og því hefði hann skotið. Myndbandsupptökur sýna hins vegar að bíllinn var á leið frá lögreglumönnunum þegar Oliver skaut.

Oliver hafði áður verið nokkrum sinnum vikið tímabundið frá störfum vegna slæmrar hegðunar og vandamála við að hafa stjórn á skapi sínu.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær refsing hans verður ákveðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um