fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Nokkrir frambjóðendur Svíþjóðardemókratanna voru áður í samtökum nýnasista

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 17:00

Norrænir nýnasistar í mótmælagöngu. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar ganga að kjörborðinu þann 9. september og kjósa til þings en sveitastjórnarkosningar fara fram samtímis. Nokkrir frambjóðenda Svíþjóðardemókratanna í sveitastjórnarkosningunum eiga sér fortíð í samtökum nýnasista.

Expressen skýrir frá þessu í dag en blaðamenn blaðsins hafa farið ítarlega í saumana á öllum frambjóðendum til þings og sveitarstjórna í samvinnu við tímaritið Expo sem einbeitir sér að fréttaflutningi af samtökum hægriöfgamanna og gyðingahatara.

Miðlarnir könnuðu hvort frambjóðendurnir hefðu tekið virkan þátt í starfsemi nýnasista og komust að því að sjö frambjóðendur Svíþjóðardemókratanna hafa gert það. Sumir þeirra hafa þó ekki verið virkir í starfsemi nýnasista í 20 ár. Allir þessir frambjóðendur lýsa sig nú andvíga stefnu nýnasista. Sumir þeirra upplýstu flokkinn ekki um þessa fortíð sína þegar þeir buðu fram krafta sína en segja að hún skipti engu máli varðandi framboð þeirra.

Jimmie Åkesson formaður flokksins sló því föstu í vor að flokkurinn, sem er þjóðernissinnaður íhaldsflokkur sem er gagnrýnin á ESB og innflytjendastefnuna, geri skýran greinarmun á nasisma og þjóðernishyggju. Hann sagði að nasismi væri andlýðræðislegur, sósíalískur, rasískur og byggður á heimsvalda hugmyndafræði sem eigi ekkert erindi í lýðræðissamfélagi.

Expressen hefur eftir honum að hann þekki ekki til allra þeirra mála sem blaðið fjallar um í dag. Hann sagði jafnframt að fólk ætti geta þróað skoðanir sínar og stefnu eftir því sem tíminn líður. Það að einhver hafi gert eitthvað heimskulegt áður fyrr í lífinu þýði ekki sjálfkrafa að viðkomandi geti ekki tekið þátt í stjórnmálum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?