fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Montaði sig í sumarfríinu á Instragram – Sér örugglega eftir því núna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 08:23

Hér sést maðurinn snerta selinn. Mynd:NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður frá Alabama í Bandaríkjunum sér örugglega eftir að hafa birt tvö myndbönd á Instagram á meðan hann var í fríi á Hawaii á síðasta ári. Hann var í fríi á eyjunni Kauai þegar hann ákvað að komast í snertingu við dýralíf eyjunnar í bókstaflegri merkingu. Á myndbandi sem hann birti má sjá hann ganga að sofandi sel og snerta hann. Selurinn vaknaði hræddur og sneri sér að manninum og flýtti sér síðan á brott.

Því næst myndaði maðurinn skilti á ströndinni þar sem fram kemur að fólk eigi að halda sig í góðri fjarlægð frá dýrunum. En þetta var ekki eina „afrek“ mannsins í ferðinni. Í öðru myndbandi sést hann elta skíthrædda skjaldböku þegar hann var að kafa. Selir, af þeirri tegund sem maðurinn snerti, og skjaldbökur, af þeirri tegund sem hann elti, eru í útrýmingarhættu.

Eftir að maðurinn birti myndböndin á Instagram rigndi yfir hann svívirðingum og skömmum frá fólki og var hann meðal annars sagður hafa gerst sekur um illa meðferð á dýrum. Málið vakti athygli NOAA (sem er alríkisstofnun sem fer með málefni er varða sjávardýr) og fundu starfsmenn stofnunarinnar manninn í gegnum Instagram. Hann var sektaður um 1.500 dollara og féllst hann umyrðalaust á að greiða sektina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni