Því næst myndaði maðurinn skilti á ströndinni þar sem fram kemur að fólk eigi að halda sig í góðri fjarlægð frá dýrunum. En þetta var ekki eina „afrek“ mannsins í ferðinni. Í öðru myndbandi sést hann elta skíthrædda skjaldböku þegar hann var að kafa. Selir, af þeirri tegund sem maðurinn snerti, og skjaldbökur, af þeirri tegund sem hann elti, eru í útrýmingarhættu.
Eftir að maðurinn birti myndböndin á Instagram rigndi yfir hann svívirðingum og skömmum frá fólki og var hann meðal annars sagður hafa gerst sekur um illa meðferð á dýrum. Málið vakti athygli NOAA (sem er alríkisstofnun sem fer með málefni er varða sjávardýr) og fundu starfsmenn stofnunarinnar manninn í gegnum Instagram. Hann var sektaður um 1.500 dollara og féllst hann umyrðalaust á að greiða sektina.