Í verkefninu eiga nemendurnir að glíma við þann vanda að heimsendir er yfirvofandi. Þeir eiga að velja 8 af 12 manns, sem er lýst í verkefninu, til að fara á brott frá jörðinni í geimfari. Fólkið á síðan að nema land annarsstaðar í alheiminum. Þeir fjórir sem ekki eru valdir til fararinnar verða því skildir eftir og deyja.
Meðal þeirra sem nemendurnir gátu valið á milli voru samkynhneigður íþróttamaður, kvenkyns kvikmyndastjarna sem hafði nýlega orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, gamall gyðingur, indíáni sem talaði ekki ensku, kvenstúdent sem var múslimi og munaðarlaus 12 ára asískur piltur.
Margir foreldrar voru ósáttir við verkefnið og varpaði Bernadette Hartman, móðir eins nemandans, þeirri spurningu fram hvaða máli það skipti til dæmis að kvenstúdentinn væri múslimi, hvað það tengdist því að hún væri kona? Hún segir að verkefnið sé til þess fallið að skapa sundrungu og kyndi ekki undir samheldni.
Skólayfirvöld hafa nú gripið inn í málið og heimila ekki notkun verkefnisins.