fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Mikil reiði vegna skólaverkefnis

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 21:30

Verkefnið umdeilda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefni sem nemendur í Roberts Middle School í Ohio í Bandaríkjunum hefur vakið mikla reiði margra og þykir mjög svo ósmekklegt. Mikil umræða hefur skapast um málið á samfélagsmiðlum og bandarískir fjölmiðlar hafa flutt fréttir um málið.

Í verkefninu eiga nemendurnir að glíma við þann vanda að heimsendir er  yfirvofandi. Þeir eiga að velja 8 af 12 manns, sem er lýst í verkefninu, til að fara á brott frá jörðinni í geimfari. Fólkið á síðan að nema land annarsstaðar í alheiminum. Þeir fjórir sem ekki eru valdir til fararinnar verða því skildir eftir og deyja.

Meðal þeirra sem nemendurnir gátu valið á milli voru samkynhneigður íþróttamaður, kvenkyns kvikmyndastjarna sem hafði nýlega orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi, gamall gyðingur, indíáni sem talaði ekki ensku, kvenstúdent sem var múslimi og munaðarlaus 12 ára asískur piltur.

Margir foreldrar voru ósáttir við verkefnið og varpaði Bernadette Hartman, móðir eins nemandans, þeirri spurningu fram hvaða máli það skipti til dæmis að kvenstúdentinn væri múslimi, hvað það tengdist því að hún væri kona? Hún segir að verkefnið sé til þess fallið að skapa sundrungu og kyndi ekki undir samheldni.

Skólayfirvöld hafa nú gripið inn í málið og heimila ekki notkun verkefnisins.

Verkefnið umdeilda.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?