Undanfarna daga hafa átök skapast á milli franskra og breskra sjómanna í Ermarsundi. Ástæða þessara átaka er vegna deilna um aðgang að svæði sem er mikið um hörpuskel og hafa átökin stigmagnast undanfarna daga. Breskir sjómenn segjast verða fyrir daglegum árásum franskra sjómanna þar sem meðal annars bensínsprengjum, reyksprengjum og grjóti sé hent í báta ensku sjómannanna ásamt blótsyrðum.
Breskir sjómenn á svæðinu hafa nú kallað eftir aðstoð breska sjóhersins til að verja sig undan árásum franskra sjómanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði að finna þyrfti sátt í þessu erfiða máli sem hefur verið að skapa vandamál fyrir breska sjómenn síðustu 15 ár í Ermarsundi. Bretum er heimilt að veiða hörpuskel á þessu svæði, sem liggur rétt norðan við Normandí ströndina, eingöngu frá 1. október til 15 maí. Telja því franskir sjómenn að bretarnir séu þarna í leyfisleysi.
Hér að neðan má sjá myndband af bresku fiskiskipi sem varð fyrir bensínsprengjuárás að sögn sjónarvotta.