Um tvö hundruð manns fengu að leggja sig í IKEA eftir að hafa orðið strangaglópar vegna umferðarslyss. Atvikið átti sér stað í Turrock í Essex á Englandi en alvarlegt umferðarslys á M25-hraðbrautinni.
IKEA bauð þeim sem vildu og voru fastir í umferðarteppu í nágrenninu að slaka á í versluninni og leggja sig í rúmunum í verslunni. Er óhætt að segja að margir hafi tekið tilboðinu fegins hendi. Margir birtu myndir á samfélagsmiðlum og féll þetta uppátæki verslunarrisans vel í kramið hjá netnotendum.
Slysið varð um miðjan dag í gær og sátu margir fastir í bílum sínum í allt að sex klukkustundir. Fólkið gat svo haldið áfram ferð sinni um klukkan 22 í gærkvöldi.