fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Sænskir nýnasistar sækja í sig veðrið – Konum fjölgar í hreyfingunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 20:30

Norrænir nýnasistar í mótmælagöngu. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskir nýnasistar efndu til mótmæla í miðborg Stokkhólms á laugardaginn. Þeir eru hluti af Norrænu andspyrnuhreyfingunni, NMR, sem er virkasta hreyfing hægriöfgamanna í Skandinavíu. Til átaka kom á milli nýnasistanna og lögreglunnar en þó virðast mótmælin ekki hafa farið eins illa og lögreglan óttaðist.

Jonathan Leman, hjá Expo (samtaka sem berjast gegn rasisma) segir að nýnasistarnir hafi nú fundið leið til að vekja athygli á sér. Mótmæli í miðborg höfuðborgarinnar dragi að sjálfsögðu fréttamenn að sér og það auki athyglina sem nýnasistarnir fá. Aftonbladet hefur þetta eftir honum.

Heléne Lööw, sem rannsakar hreyfingar nýnasista og þjóðernissinna, segir að NMR hafi látið mikið að sér kveða undanfarið. Nú séu samtökin sýnilegri og að þau séu farin að laða til sín fólk úr þjóðfélagshópum sem hafi ekki aðhyllst stefnu þeirra fram að þessu. Þar nefnir hún til sögunnar konur og eldra fólk.

Sænska öryggislögreglan Säpo hefur einnig veitt auknum umsvifum NMR athygli en segir að þess megi vænta á kosningaári en þingkosningar verða í Svíþjóð þann 9. september.

Nú standa yfir réttarhöld í Svíþjóð yfir liðsmanni NMR sem er ákærður fyrir að hafa ætlað að myrða tvo blaðamenn. Hér er hægt að lesa umfjöllun DV um það mál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi