Hjónin voru handtekin og komu fyrir dómara í gær. Þau eru meðal annars sökuð um að hafa stefnt heilsu barnanna í hættu, vanrækslu og ólöglega frelsissviptingu. Fram kom að ættleiddu börnin hafi alltaf fengið það sama að borða. Samloku með reyktu áleggi og osti í öll mál. Ekki kom fram hvað fimmta barnið fékk að borða.
Amy sagði fyrir dómi að börnin hafi verið geymd í búrum til að tryggja öryggi þeirra.
Réttarhöldum verður haldið áfram í næstu viku.