Í nýlegri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna segir að yfirmenn hersins í Myanmar verði að vera rannsakaðir bæði vegna þjóðarmorða og glæpa gegn mannkyninu. Hafa Sameinuðu Þjóðirnar óskað eftir því að Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn taki upp málið.
Í skýrslunni kemur fram að starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna ræddu við hundruð Rohingya flóttamenn sem staðfestu ítrekuð mannréttindabrot ásamt þjóðarmorðum. Skýrslan gagnrýnir einnig harðlega aðgerðarleysi Aung San Suu Kyi, sem hefur meðal annars fengið friðarverðlaun Nóbels.
Yfirvöld í Myanmar hafa harðlega gagnrýnt skýrslu Sameinuðu Þjóðanna og vísa allri gagnrýni á bug. Segjast yfirvöld eingöngu hafa verið að berjast gegn skæruliðum á svæðinu. Sameinuðu Þjóðirnar eru ósammála þessum yfirlýsingum hersins og segja herinn aldrei getað afsakað morð, hópnauðganir á konum, ofbeldi gegn börnum og kveikja í heilum þorpum.
Um 700.000 Rohingya múslimar hafa flúið átök í landinu síðustu 12 mánuðum og eru þeir langflestir í flóttamannabúðum í Bangladess. Samkvæmt Sameinuðu Þjóðunum er ástandið í flóttamannabúðum alvarlegt og er um 60% allra flóttamanna þar börn.