Það er fasteignasalinn Hunt Tse í Vancouver í Kanada sem er svona bjartsýnn. Hann telur að það muni ekki taka langan tíma að selja húsið en ásett verð er 3,9 milljónir Kanadadollara en það svarar til um 320 milljóna íslenskra króna.
CBC skýrir frá þessu. Fram kemur að húsið sé í Kitsilano-hverfinu en þar er fasteignaverð mjög hátt. Það kemur í hlut nýja eigandans að láta fjarlægja húsið sem er auðvitað ekkert nema rústir einar. Kaupandinn mun því í raun og veru aðeins kaupa lóðina því vandséð er hvernig á að vera hægt að gera nokkuð við húsið sem skemmdist í bruna. Tse sagðist ekki vita hvernig nýr eigandi muni bera sig að við að fjarlægja húsið enda sé það ekki hans mál.
Tse reiknar með að húsið seljist á innan við fjórum vikum.