Sjö landamæraverðir meiddust í átökunum. Markmið Afríkumannanna með að komast inn á Ceuta var að sækja um hæli en um leið og þeir eru komnir inn á spænska yfirráðasvæðið eru þeir komnir til ESB.
Nú hafa Spánverjar sent alla 116 Afríkumennina aftur yfir til Marokkó. Yfirvöld í Ceuta segja að þeir hafi komið ólöglega inn í landið og hafi því verið sendir aftur til baka.
Mannúðarsamtökin Walking Borders segja að spænsk yfirvöld hafi brotið mannréttindi á Afríkumönnunum. Spænska innanríkisráðuneytið er annarrar skoðunar og segir aðgerðina vera löglega. Samningur á milli Spánar og Marokkó frá 1992 þýðir að Spánverjar geta vísað innflytjendum frá Ceuta til Marokkó.