fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Leyndarmál á gömlum KFC-veitingastað

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að lögregluyfirvöld í Arizona í Bandaríkjunum hafi rekið upp stór augu þegar húsleit var gerð í húsi einu sem eitt sinn hýsti útibú kjúklingakeðjunnar KFC.

Húsið sem um ræðir er í borginni Yuma en í eldhúsi staðarins mátti finna inngang að tæplega tvö hundruð metra jarðgöngum sem notuð voru til að smygla fíkniefnum frá Mexíkó til Bandaríkjanna, heróíni, metamfetamíni, kókaíni og fentanýl til dæmis.

Jarðgöngin náðu alla leið undir landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og enduðu þau undir rúmi í húsi í San Luis Colorado í Mexíkó.

Göngin uppgötvuðust eftir að lögregla stöðvaði bifreið manns að nafni Ivan Lopez þann 13. ágúst síðastliðinn. Í bifreiðinni fundust tugir kílóa af fíkniefnum sem metin eru á hundruð milljóna. Við rannsókn málsins kom í ljós að Lopez þessi hafði keypt húsið sem eitt sinn hýsti KFC-veitingastaðinn. Það gerði hann í apríl síðastliðnum og greiddi 390 þúsund dali fyrir.

Lögregla framkvæmdi húsleit í kjölfarið til að kanna hvort þar mætti finna fíkniefni og það var þá sem göngin fundust. „Það hefur tekið þá langan tíma að útbúa göngin og framkvæmdirnar hafa verið mjög dýrar,“ segir yfirmaður rannsóknarinnar í samtali við bandaríska fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin