fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Kim Jong-un tók eigið klósett með til leiðtogafundarins í Singapore – Óttast að erlendir njósnarar komist í kúkinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 11:00

Kim Jong-un stýrir með harðri hendi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur varla farið framhjá neinum að þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, funda í Singapore í nótt að íslenskum tíma. Leiðtogarnir eru báðir mættir til Singapore og eru nú að undirbúa sig undir fundinn. Kim Jong-un tekur enga áhættu varðandi neitt og tók því eigið klósett með til Singapore.

Washington Post hefur eftir Lee Yun-keol, fyrrum liðsmanni lífvarðarsveitar Kim-fjölskyldunnar, að leiðtoginn vilji ekki nota önnur salerni en sitt eigið. Ástæðan er að hans sögn ótti við að erlendir njósnarar geti komið höndum yfir saur hins mikla leiðtoga. Ef svo færi væri hægt að rannsaka saurinn ofan í kjölinn og komast yfir ýmsar upplýsingar um heilsu leiðtogans.

Lengi hafa vangaveltur verið uppi um heilsufar hans og bæði bandarískar og suður-kóreskar leyniþjónustur vilja gjarnan komast yfir upplýsingar um heilsufar hans. Því hefur verið velt upp að hann glími við sykursýki, of háan blóðþrýsting og andleg veikindi vegna óheilsusamlegs lífsstíls en hann reykir mikið og drekkur að sögn mikið áfengi.

Ekki fylgir sögunni hvort saur leiðtogans verður fluttur aftur til Norður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“