fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Pressan

Eitt fátækasta ríki heims gerir auglýsingasamning við Arsenal – Vægast sagt umdeilt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 05:12

Auglýsingin umdeilda á nýjum búningi Arsenal. Mynd:Arsenal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska knattspyrnuliðið Arsenal er meðal ríkustu knattspyrnufélaga heims. Það gerði nýverið auglýsingasamning við yfirvöld í Afríkuríkinu Rúanda sem greiða Arsenal háar fjárhæðir fyrir að láta „Visit Rwanda“ standa á ermum liðsbúnings liðsins. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt en Rúanda er nítjánda fátækasta ríki heims, samkvæmt lista Sameinuðu þjóðanna, og þykir mörgum sem hægt væri að nota peningana í eitthvað skynsamlegra en auglýsingasamning við ríkt knattspyrnulið.

Það eykur enn á óánægju margra Breta með samninginn að Rúanda fær árlega sem svarar til um 10 milljarða íslenskra króna í þróunaraðstoð frá Bretum. Bent hefur verið á að þarna séu breskir skattgreiðendur að greiða til stöndugs knattspyrnuliðs í Lundúnum.

Ekki má gleyma að forseti Rúanda, Paul Kagame, er eldheitur stuðningsmaður Arsenal. Það kemur því kannski ekki á óvart að í samningnum er kveðið á um að Kagame og nánustu ættingjar hans fá fyrirmennastúku til ráðstöfunar þegar þeir mæta á leiki Arsenal í Lundúnum. Kagame hefur nánast einkarétt á öllu pólitísku valdi í Rúanda en hann hefur stýrt landinu í 17 ár. Í kosningunum á síðasta ári fékk hann 98 prósent atkvæða. Hann keyrði einnig nýlega í gegn stjórnarskrábreytingu sem gerir honum kleift að sitja á forsetastól til 2034.

Human Rights Watch og Sameinuðu þjóðirnar hafa margoft gagnrýnt yfirvöld í Rúanda fyrir brot gegn mannréttindum.

Hörð gagnrýni hefur komið fram á samninginn þrátt fyrir að yfirvöld í Rúanda og talsmenn Arsenal segi að peningarnir komi ekki frá breskri þróunaraðstoð enda sé hún eyrnamerkt ákveðnum verkefnum. Markmið samningsins sé að fjölga ferðamönnum í Rúanda og efla knattspyrnuna í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skaut barnabókahöfund og lést við flótta undan lögreglu

Skaut barnabókahöfund og lést við flótta undan lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan þrengir að Tom Hagen – Leitar til dómstóla

Lögreglan þrengir að Tom Hagen – Leitar til dómstóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu

19 fangar eru látnir úr COVID-19 og rúmlega helmingur smitaður í San Quentin-fangelsinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir