fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Neytendur

Sóley gleymdi vegabréfinu og sat uppi með 73 þúsund króna kostnað í kjölfarið

Ótrúleg þrautaganga bæjarfulltrúa á Akureyri

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið dýrkeypt að gleyma vegabréfinu sínu heima áður en haldið er í flug til útlanda. Þessu fékk Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, að kynnast fyrir skemmstu en mistökin enduðu á að kosta hana 73 þúsund krónur.

Sóley lýsir þessu í pistli sem birtist í nýjasta tölublaði Neytendablaðsins.

Sóley var á leið á þriggja daga fund í Feneyjum, en þegar hún kom í Flugstöð Leifs Eiríkssonar áttaði hún sig á því að hún var ekki með passann sinn. Sóley segir:

„Ég byrjaði á því að breyta fluginu mínu til Parísar með WOW og borgaði 13.000 kr. í breytingargjald. Ég átti svo flug með Air France til Feneyja kl. 21 um kvöldið. Það var ekkert flug til Parísar frá Keflavík fyrr en síðdegis, með áætlaðan lendingartíma kl. 20:50, svo ég gekk í að reyna að ná sambandi við þjónustuskrifstofu Air France,“ segir Sóley.

„Það að gleyma passanum heima reyndist sem sagt verða 73.000 kr. námskeið í núvitund.“

Flugið hækkaði í 22 þúsund krónur

Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig því í þrjá tíma fékk hún samband við símsvara. Hún gafst upp á símabiðinni og ákvað að krossa fingur og vona að fluginu frá París til Feneyja yrði seinkað. Hún ákvað því að kaupa ekki nýtt flugfar. „En það var því miður ekki svo. Engin frestun var á flutinu til Feneyja svo ég fór á hótel nálægt flugvellinum i París og gisti þar,“ segir Sóley.

Á hótelinu hugðist hún svo bóka flug til Feneyja. Þá lenti hún á enn einum veggnum því flugið, sem hafði kostað 11 þúsund krónur um morguninn, var komið í 22 þúsund krónur. Og á meðan hún var að ganga frá bókuninni fékk hún meldingu um það að vegna mikillar eftirspurnar hefði miðinn hækkað í 25 þúsund krónur.

Sóley kveðst ekki hafa átt margra kosta völ og greiddi því miðann. „Daginn eftir flaug ég svo með EasyJet til Feneyja og komst á fundinn og hélt þar með að ferðaraunum mínum væri lokið og gerði mitt besta til að hugsa ekki um að klaufaskapurinn með passann hefði kostað mig 50.000 kr.“

„Skrópaði“ og þurfti að kaupa nýjan miða

Þessum vandræðagangi var þó hvergi nærri lokið því þegar að heimferð kom ætlaði Sóley að tékka sig inn í gegnum netið. Það gekk hins vegar ekki og þá fór hana að gruna að eitthvert vesen væri með flugmiðann. Hún ákvað því að mæta snemma út á flugvöll næsta dag þó flugið væri ekki fyrr en seinni partinn. „Það reyndist ágætis ákvörðun því konan á upplýsingaborði Air France upplýsti mig um að það væri ekki nokkur leið að ég fengi að nota flugmiðann minn vegna þess að ég hafði „skrópað“ í fyrra flugið,“ segir Sóley sem þurfti að gera sér að góðu að kaupa nýjan miða frá Feneyjum til Parísar á 23 þúsund krónur.

„Það að gleyma passanum heima reyndist sem sagt verða 73.000 kr. námskeið í núvitund,“ segir Sóley sem bætir að lokum við að það hafi tekið á að láta ekkert af þessu skemma daginn. Sú æfing hafi bæði verið holl og góð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“