fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Neytendur

Ashley og Josh segja að Ísland sé eitt dýrasta land í heimi: Sjáðu hvað þau hafa borgað á nokkrum dögum

„Það er allt dýrt í samanburði við aðra staði sem við höfum heimsótt“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2017 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ísland er mjög dýrt land, eitt dýrasta land í heimi fyrir ferðamenn, held ég,“ segir Josh Brown sem staddur er hér á landi ásamt eiginkonu sinni, Ashley Brown.

Josh og Ashley halda úti vinsælli YouTube-síðu, Way Away, þar sem þau leiða áhugasama í allan sannleikann um ferðalög um heiminn, til að mynda kostnað, afþreyingu og sparnaðarráð svo dæmi séu tekin.

20 þúsund krónur í mat

Þau eru stödd á Íslandi og í gær birtu þau myndband þar sem þau fóru yfir þann kostnað sem fylgir því að vera ferðamaður á Íslandi. Þó þau segi að dýrt sé að vera á Íslandi segja þau að margt við Ísland vegi upp á móti kostnaðinum. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

„Nú erum við búin að vera hér í fimm eða sex daga og þegar búin að eyða 200 dölum í mat,“ segir Josh en 200 dalir jafngilda rúmum 20 þúsund krónum á núverandi gengi.

„Nú erum við búin að vera hér í fimm eða sex daga og þegar búin að eyða 200 dölum í mat.“

„Þegar við förum af landi brott verðum við líklega búin að eyða 300 dölum í eldsneyti og í gærkvöldi, þegar við gistum á tjaldstæðinu, kostaði það 35 dali,“ segir hann en 300 dalir eru um 30 þúsund krónur og 35 dalir um 3.500 krónur.

Alveg þess virði

„Þannig að eins og þú getur ímyndað þér er þetta fljótt að safnast upp,“ segir hann en hjónin voru stödd á Akureyri þegar þau tóku myndbandið upp. Í myndbandinu tala þau meira um þann kostnað sem fylgir því að vera ferðamaður á Íslandi.

„Ef þú vilt fá þér kaffi þá kostar það 4 til 5 dali – Starbucks verð en ekki Starbucks kaffi. Svo já, það er allt dýrt í samanburði við aðra staði sem við höfum heimsótt,“ segir Josh sem tekur þó fram að dýrt uppihald á Íslandi sé alveg þess virði.

„En Ísland sem slíkt, landið og fólkið, bætir það upp. Það er ekki eins og það sé verið að svíkja, þetta er það sem hlutirnir kosta hér. Þetta er frábær staður og verðið, þó það sé dýrt þá er hægt að réttlæta það.“

Þarft minnst þrjú þúsund dali

Í myndbandinu segir Ashley að erlendir ferðamenn sem komi til Íslands ættu að leggja pening fyrir áður en haldið er af stað. Þá sé verðlag hærra yfir sumartímann en vetrartímann vegna fjölda þeirra ferðamanna sem sækja Ísland heim á sumrin. Josh endar svo umræðuna á þessum orðum:

„Svo hvað þarftu mikið til að heimsækja Ísland í viku? Minnst þrjú þúsund dali,“ segir hann en það eru um 300 þúsund krónur. Ashley bætir við og ítrekar að hér sé um lágmarksupphæð að ræða. Þannig hafi þau tekið á leigu lítinn húsbíl, svokallaðan Camper Van, og fyrir hann hafi þau greitt tvö þúsund evrur fyrir vikuna, rúmar 200 þúsund krónur. Tryggingar og eldsneyti sé ekki innifalið í þeim kostnaði.

„Þetta er þess virði en búðu þig undir að það er dýrt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“