fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

Innflutningur á drykkjarvörum í uppnámi vegna séríslenskrar kröfu um lóðrétt strikamerki

Félag atvinnurekenda og evrópsk samtök áfengisframleiðenda mótmæla órökstuddri breytingu sem á að taka gildi 1. júní

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. maí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný reglugerð um drykkjarvöruumbúðir, sem taka á gildi 1. júní, getur sett innflutning á drykkjarvörum í uppnám segir Félag atvinnurekenda (FA) en í reglugerðinni, sem samin er í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, er gerð sú krafa að strikamerki á drykkjarvöruumbúðum verði lóðrétt en ekki lárétt.

„Þetta skapar viðskiptahindrun, sem að mati FA er algjörlega órökstudd. Félagið hefur andmælt breytingunni og slíkt hið sama hafa evrópsk samtök áfengisframleiðenda gert,“ segir í frétt á vef FA.

Frá og með næstu mánaðamótum er áætlað að ný reglugerð um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir taki gildi. Reglugerðin er nú í kynningarferli á Evrópska efnahagssvæðinu.

FA segir að kostnaður við hina furðulegu kröfu um lóðrétt strikamerki á drykkjarvöruumbúðum muni klárlega lenda á neytendum.

„Strikamerki á drykkjarvöruumbúðum í dag eru ýmist lóðrétt eða lárétt; t.d. eru flestar léttvínsflöskur og flöskur með sterku áfengi með láréttu strikamerki en það er mismunandi með bjórtegundir og gosflöskur. Á þeim tegundum sem eru innfluttar sér erlendi framleiðandinn um að setja strikamerkið á vöruna. Vegna smæðar markaðarins er nánast útilokað að erlendir framleiðendur myndu fást til að sérmerkja þær vörur sem flytja ætti til Íslands svo krafa reglugerðarinnar yrði uppfyllt. Þá yrðu innflytjendur að endurmerkja allar flöskur með ærnum tilkostnaði og vinnu. Ljóst er að sá kostnaður myndi að endingu lenda á neytendum með hærra vöruverði,“ segir á vef FA sem bendir á að sambærilega kröfu sé ekki að finna í Evróputilskipun eða Evrópureglugerð. Um sé að ræða „séríslenska kröfu“ sem skapa muni viðskiptahindrun á markaði.

FA hefur sent umhverfis- og auðlindaráðuneytinu formlegt erindi og farið fram á að reglugerðinni verði breytt. „Að okkar mati er afar gagnrýnivert að ráðuneytið hefur ekki rökstutt með neinum hætti þörfina á þessari nýju kröfu,“ er haft eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra FA.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“