fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Neytendur

Innkalla Bombay-gin í Kanada: Miklu sterkara en uppgefið er

Yfirvöld vara fólk við því að drekka áfengið sem reyndist 77% að styrkleika

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. maí 2017 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengiseftirlitið í Ontario í Kanada hefur innkallað London Dry Gin frá Bombay Sapphire eftir að í ljós kom að áfengisstyrkur í sumum flöskum reyndist nær tvöfalt meiri en uppgefið er á flöskunni.

Yfirvöld vara fólk við því að drekka ginið eftir að áfengisstyrkur mældist allt að 77% ákveðnum flöskum. Uppgefinn styrkleiki þess er hins vegar 40%

Gallinn er rakinn til mistaka við framleiðslu þar sem svo virðist sem ein lögun af gininu hafi verið sett á flöskur of snemma, eða áður en það náði að þynnast út og niður í 40% áfengisstyrk.

„Það er ekki óhætt að neyta þessarar vöru,“ segir í yfirlýsingu frá eftirlitinu að því er Newsweek greinir frá. „Það getur valdið alvarlegum veikindum að drekka áfengi sem inniheldur 77% alkóhól.“ Dreifingaraðili áfengisins í Kanada tekur undir þetta í yfirlýsingu og bætir við að talið sé að vandamálið einskorðist við Kanadamarkað.

Í gær gaf matvælaeftirlitsstofnun Kanada síðan út að innkalla bæri allar flöskur af umræddu gini í landinu. Engar tilkynningar hafa borist af því að neytendum hafi orðið meint af neyslu þess.

Þetta er í annað skiptið á síðustu vikum sem yfirvöld í Kanada innkalla áfengi í stórum stíl vegna þessa vandamáls. Í mars síðastliðnum var tilkynnt um innköllun á Georgian Bay vodka eftir að í ljós kom að nokkur hundruð flöskur innihéldu 81% alkóhól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“