fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

MS skyr verður ÍSEY skyr

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍSEY skyr er nýtt vörumerki MS fyrir skyr sem fyrirtækið hefur látið hanna fyrir erlenda markaði og á Íslandi. Vörumerkið var unnið í samstarfi við innlenda og erlenda ráðgjafa í vörumerkjahönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MS.

Þar segir:

„Nafnið ÍSEY vísar í Ísland og er auk þess íslenskt kvenmannsnafn en íslenskar konur sáu öldum saman um að búa til skyr. Nafnið þykir einnig hentugt vegna þess að það er stutt og einfalt og auðvelt að bera fram á mismunandi tungumálum.“

ÍSEY skyr verður skráð vörumerki MS fyrir skyri þegar unnið er í samkeppni á erlendum mörkuðum við aðila sem framleiða og selja vöru sem kölluð er skyr. Til að hafa samræmi og heildstæða stefnu í markaðs- og vörumerkjavinnu með íslenska skyrið verður vörumerkið ÍSEY skyr einnig tekið upp á Íslandi.

Í tilkynningu MS segir að skyrsala fyrirtækisins á Íslandi og á erlendum mörkuðum hafi aldrei verið meiri en á árinu 2016. „MS og samstarfsaðilar þess á Norðurlöndum seldu um 16.000 tonn af skyri á síðasta ári. Á Íslandi seldist um 3.000 tonn og erlendis voru seld um 13.000 tonn. Söluaukning á skyr.is innanlands var um 25% á síðasta ári sem er söluaukning sem á sér ekki fordæmi. Skýringin á þessari miklu söluaukningu innanlands er rakin til aukins ferðmannastraums til landsins.“

Stefnt er að því að byrja að nota nýja vörumerkið í Sviss og Englandi á þessu ári. Jafnframt verður hafin sala á ÍSEY skyri í Benelux löndunum á vormánuðum þar sem nýja vörumerkið verður jafnframt kynnt. Þá eru samningaviðræður hafnar við áhugasama aðila í Rússlandi, Nýja Sjálandi og Ástralíu um markaðssetningu og sölu á ÍSEY skyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“