fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Neytendur

Sjáðu hvað leyndist inni í vinsælu barnaleikfangi

Það borgar sig að vera vakandi fyrir þessum vágesti

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til eru mýmörg dæmi þess að vinsæl barnaleikföng séu stútfull af myglu. Dæmi um slíkt leikfang er gíraffinn Sophie sem er til á mörgum íslenskum heimilum. Sophie er markaðssett sem naghringur fyrir ungbörn en eins og myndirnar bera með sér getur óboðinn gestur komið sér fyrir í leikfanginu.

Dana Chianese, breskur ungbarnatannlæknir, vakti nýlega athygli á þessu. Hún viðurkennir að hafa mælt með notkun leikfanga eins og Sophie fyrir foreldra ungbarna og hún hafi til að mynda notað það sjálf fyrir sitt barn.

Á dögunum ákvað hún að freista þess að þvo gíraffann enda kom torkennileg lykt út úr loftventli á leikfanginu. Dana ákvað að klippa gíraffann í sundur og þá kom í ljós að ekki var allt með felldu. Mikil mygla hafði komið sér fyrir inni í leikfanginu.

Þetta er langt því frá eina dæmið sem hefur komið upp. Breska blaðið Mirror fjallaði um þetta á dögunum á vakti athygli á fleiri sambærilegum dæmum frá foreldrum ungra barna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“