fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Luther og mannætan

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 2. apríl 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV sýnir nýjan spennuþátt um Luther í tveimur hlutum. Ég man eftir að hafa horft fyrir einhverjum árum á þætti með Luther en missti fljótlega áhugann, hann var of mikill ruddi fyrir minn smekk. Ég ákvað að gefa honum annað tækifæri og horfði því síðastliðinn þriðjudag.

Í þessum fyrsta þætti fór nokkur tími í að harma dauða Alice. Ef ég man rétt var hún glæpakvendi, allavega nokkuð vafasöm manneskja. Ég gat ekki lifað mig inn í sorg Luthers vegna dauða hennar, ef hún er þá dáin. Þegar kemur að þáttum eins og þessum treystir maður ekki alltaf því sem fullyrt er. Þess vegna gæti Alice allt eins birst sprelllifandi næsta þriðjudagskvöld

Morðin í þessum þætti voru með allra ógeðfelldasta hætti. Mannæta gengur laus og hámar í sig líkamsparta fólks. Nú er ég mikill aðdáandi glæpaþátta en þarna reynir sannarlega á þolmörkin. Geta handritshöfundar ekki verið aðeins penni en þetta? Það er ekkert spennandi við of mikinn viðbjóð og þarna var margt ansi ógeðslegt sýnt og stundum í nærmynd. En þessir þættir eru bara tveir, og ég er búin að horfa á þann fyrri þannig að ég mun horfa á þann síðari.

Idris Elba er ansi góður í hlutverki Luthers. Hann er ekki jafn reiður núna og hann var þegar ég horfði fyrst á þættina. Greinilegt er að hann er þjáð sál og það kallar alltaf á samúð. Hann gengur ekki brosandi um sögusviðið og ekki er hægt að álasa honum fyrir það. Manni myndi heldur ekki stökkva bros vissi maður af mannætu í nágrenninu. Það er ekkert skemmtilegt við það að vera étin.

Luther er þungur í skapi en enginn bjáni. Hann gaf ungri konu gott ráð í þættinum þegar hann sagði: „Styttu þér aldrei leið.“ Heilmikið vit í því hjá honum.

Í lok fyrsta þáttar voru sýnd brot úr næsta þætti. Þetta er vondur en of algengur siður í framhaldsþáttum. Þá fær maður alltof margar vísbendingar um framvinduna. Fyrir vikið er manni ekki komið nægilega mikið á óvart í næsta þætti. Sennilega ætti maður að hafa vit á því að horfa ekki á þessi brot úr komandi þætti en maður er áhrifagjarn og horfir. Ekki gott hjá manni. Í þessu efni þarf maður að taka sig á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar