Þessar kúlur munu svo sannarlega aðstoða þig við að losna undan viðbættum sykri. Þær innihalda vissulega sykur, en náttúrulegan sykur ekki viðbættann og fullt af trefjum, vítamínum og næringu. Svo eru þær tryllt góðar! Granólað gefur þeim svo stökkleika sem slær í gegn.
Sykurlausar stökkar hnetusmjörskúlur
6 ferskar döðlur
60 g hnetusmjör
1 msk. hreint kakó
20 g kókosolía, bráðin
150 g sykurlaust granóla – ath ekki múslí
Kókosmjöl
Setjið döðlur, hnetusmjör, kakó og kókosolíu í matvinnsluvél. Hrærið þar til kekkjalaust. Hrærið þá granólanu út í varlega til að matvinnsluvélin ofmali ekki granólað og kúlurnar séu stökkar.
Mótið kúlur úr deiginu og veltið upp úr kókosmjöli. Geymist best í frysti