fbpx
Mánudagur 28.september 2020
Matur

Snilldar ráð til að halda avókadó fersku allt árið í kring: „Þetta mun breyta lífi mínu!“

DV Matur
Fimmtudaginn 24. október 2019 10:00

Munum við borða avocado úr Ölfusi í framtíðinni?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sniðug móðir hefur sýnt hvernig hún heldur avókadó ferskum allt árið í kring. Hún deildi ráði sínu á Facebook-síðunni Slow Cooker Recipes & Tips, sem er með yfir 200 þúsund fylgjendur.

Svona setur hún sneiðarnar í frysti til að byrja með.

Með mynd af fullkomlega þroskuðu avókadó á bökunarpappír skrifaði hún:

„Hér er smá trikk sem ég hef verið að gera með avókadó. Ég veit að það er hægt að kaupa það frosið, en ég hef aldrei fundið það. Þannig ég hugsaði, af hverju ekki að frysta það sjálf? Það virkar rosalega vel.“

Nú hugsa örugglega margir að ávöxturinn muni verða brúnn þegar hann fer í frystirinn. Ekki ef þú fylgir hennar fyrirmælum.

„Ég kaupi ferskt avókadó, sker það til helminga, tek steininn úr og sker það í sneiðar. Þú getur líka skorið það í bita ef þér finnst það betra. Ég set svo sneiðarnar á bökunarpappír og plötu og svo í frystirinn.“

Hún setur síðan sneiðarnar í frystipoka.

Eftir sólahring tekur hún plötuna úr frystinum og setur avókadóið í frystipoka og aftur inn í frysti. Með því að gera þetta svona þá festast sneiðarnar ekki saman.

Það er hægt að nota frosnu sneiðarnar í þeytinga og ýmislegt annað.

„Ég hef leyft þeim að þiðna og nota þær á samlokur eða með eggjum. Þetta helst vel grænt og girnilegt,“ segir hún.

Fjölmargir hafa skrifað við færslu hennar. „Þetta mun breyta lífi mínu! Ég hef keypt frosið avókadó og það var hræðilegt,“ sagði ein kona.

„Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri hægt. Ég hata að henda afgangs avókadó og enginn annar borðar það hérna heima,“ sagði önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur

Kókosbollur Birtu – Auðveldur og skemmtilegur eftirréttur
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi

Þetta borðar Birta Abiba á venjulegum degi
Matur
Fyrir 4 vikum

Ketó súkkulaðisprengju-bollakökur að hætti Maríu Kristu

Ketó súkkulaðisprengju-bollakökur að hætti Maríu Kristu
Matur
Fyrir 4 vikum

Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi

Þetta borðar einn helsti ketó-sérfræðingur Íslands á venjulegum degi