fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Jenna Jameson gerði þessa þrjá hluti þegar hún byrjaði á ketó – Hefur misst tæp 40 kíló

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2019 16:30

Jenna Jameson hefur náð miklum árangri á ketó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jenna Jameson er stjörnusérfræðingur ketóliða, eða ketódrottningin eins og hún kallar sig sjálf. Hún hefur misst tæplega 40 kíló síðan hún byrjaði á ketó í apríl 2018.

Fyrrum klámstjarnan er dugleg að deila ýmislegu ketó tengdu á Instagram, eins og hvernig hún nær árangri á mataræðinu og tólf ráðum sem hjálpuðu henni.

Jenna gæti auðveldlega skrifað bók um ketó-mataræði miðað við allar þær upplýsingar og ráð hún gefur fólki reglulega. Hún hefur hins vegar ekki sagt frá því hvernig þetta byrjaði allt saman, fyrr en nú.

https://www.instagram.com/p/BvM6GqVgOff/

Í nýrri Instagram færslu fer Jenna yfir það hvernig hún byrjaði á ketó.

„Ég byrjaði á því að endurraða ísskápnum mínum og eldhússkápunum. Ég henti öllu sem var unnið eða innpakkað,“ skrifar Jenna.

Síðan las hún innihaldslýsingar á uppáhaldsmatnum sínum.

„Það gæti komið þér á óvart hvað mörg fyrirtæki fela kornsíróp, kartöflusterkju og önnur fylliefni og sykur í matnum þeirra,“ sagði hún.

Eftir það fór Jenna í matvöruverslanir og keypti hreinan óunnin mat. „Mikið af fallegum afurðum, villtum fiski og grasfóðrað kjöt.“ Hún keypti einnig mikið af oststykkjum því hún segir rifinn ost oft innihalda kartöflusterkju.

„Því stytti sem innihaldslistinn er því betra,“ segir Jenna þegar kemur að mat.

https://www.instagram.com/p/Bu7WxE6hS3d/

„Ég drekk aðallega vatn en ég elska Fresca gos, það vinnur gegn sykurlönguninni,“ segir hún og bætir við að það sé mikilvægt að hafa ísskápinn fullann af hollum og góðum mat til að freistast ekki í að kaupa tilbúinn mat á skyndibitastöðum.

„Eitt af því sem ég geri til að haldast grönn er að elda alltaf minn eigin mat og fara sjaldan út að borða.“

Ef þú heldur að matarskápar Jennu séu stútfullir af alls konar „ketó-mat,“ þá hefurðu rangt fyrir þér.

„Ég forðast öll stór fyrirtæki sem merkja matinn sinn „KETÓ,“ þau eru venjulega að svindla á þér. Haltu þig við heilnæman mat sem kemur frá Móður Jörð.“

Að lokum segir Jenna að það sem er mikilvægast til að halda áfram í ketó er að hafa fjölskylduna með sér í þessu.

„Það er mjög mikilvægt að fá stuðning frá þínum nánustu. Það spilar hlutverk í velgengni þinni. Eiginmaður minn er klappstýran mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa